Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 14
78 SKINFAXI Hlébarðinn borinn á stöng. „Hann segir, að ljón liafi drepið kálf i þorpinu, sem liann býr í.“ ,Ég fór úl til gestsins. Hann var frá Ár- túni, þorpi sunnan við fjall, sem heitir Skjólfell. Þangað voru 13 kílómetrar heiman frá mér. Maðurinn vildi fá mig til að fara með sér og skjóta ljónið. Und- an Skjólfelli rennur á, sem heitir Gesta- líkn. Fram með henni vex þéttur kjarr- skógur, sem ljónum og hléhörðum finnst tilvalinn dvalarstaður. Ég gaf elzta aðstoðarmanni mínum skipanir um vinnu og verkstjórn og fór síðan með höfðingjanum, ásamt hlökku- manninum Akín, sem alltaf var förunaut- ur minn á dýraveiðum, og Franksen, skrifara mínum og landa. Þegar við áttum ekki eftir nema tœpan kilómetra að Ártúni, bað höfðinginn mig að stanza, og svo gengum við nokkur hundruð metra inn í kjarrið. Þar lá það, sem eftir var af kálfinum, undir háu fíkjutré. Ég athugaði ummerkin og sagði síðan höfðingjanum, að þarna hefði ekki ljón verið að verki, heldur hlébarði. Ég fann sporin hans og sá, að hann hafði verið lieljarmikill rumur. Þetta var svo snemrna dags, að ekki var orðið þurrt á, og var liægur vandi að rekja slóðina i döggvuðu grasinu. Við fylgdum henni spöl. Hún lá upp í lilíð fellsins. Ég sagði liöfðingjanum, að ég væri svo önnum kaf- inn, að ég yrði að fara lieim, en ég mundi koma aftur undir kvöldið. Síðan hað ég hann að láta höggva jeppafæra braut í gegnum kjarrið að fikjutrénu, sem kálfs- hræið lá undir. Höfðinginn lofaði að verða við þeirri ósk minni. Þegar enn var stundarfjórðungur þang- að til myrkrið skall á, ók ég með Akín og Franksen upp hrautina. Rétt áður en ég kom að hræinu, sveigði hún fyrir hól- harð. Þegar við svo sáum þangað, sem hræið var, hnykkti okkur við. Undir trénu lá dýr, sem mér sýndist vera ljónynja. Ég stöðvaði jeppann, og dýrið stóð á fætur. Það var sá stærsli lilébarði, sem ég hef nokkurn tíma séð. Það kom fát á hann eins og okkur, og ]æss vegna tók liann eklci strax á rás. Ég flýlti mér út úr jepp- anum með riffilinn, og þarna stóð hlé- barðinn, sneri hliðinni að mér og horfði á mig. Ég bar riffilinn upp að öxlinni, miðaði og skaut. Hlébarðinn rak upp ægilegt öskur, byltist í kjarrið og velti sér þar, engdist sundur og saman. Ég taldi mig ekki geta komið á hann öruggu skoti og dokaði við, en allt í einu spratt hann eldsnöggt á fætur og fór í loftköst- um gegnum kjarrið, þeyttisl undan hrekk- unni í áttina til árinnar. Við eltum liann, en nú dimmdi óðum, og við ákváðum að bíða morgunsins. Þegar við komum upp að jeppanum, var þar saman kominn hópur af fólki, körlum, konum og börn- um. Þau höfðu heyrt skotið og þjuggust

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.