Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 28
92 SKINFAXl Ekki er hægt að segja að mikill lífsvísdómur dyljist bakvið skopið i þessu leikriti, en á frum- málinu er kímnin heillandi. Þá töfra hefur þýð- anda því miður að mestu leyti tekizt að losa leikritið við. Þó verður ekki sagt að þýðingin sé afleit, efni leiksins skilar sér að mestu leyti en andagiftinni liefur verið byggt út. Nokkrar setn- ingar orka mjög tvímælis, t. d. myndi setningin „I want to keep my liead“ naumast rétt túlkuð með því að segja „Ég verð að halda höföinu“. Það er a. m. k. mjög óvenjulegt að túlka þann ásetning að drekka sig ekki ölvaðan með þvi að segjast þurfa að lialda höfðinu. Svona villur eiga alls ekki að koma fyrir i leikritum, sem sýnd eru í ÞjóSleiklnisinu. Ef þýðendum, leik- stjórum og leikendum er ekki öllum til samans treystandi til að taka eftir málleysum eins og' þessari, sé ég ekki betur en Þjóðleikhúsið þurfi að leita til einlivers öruggs islenzkumanns, t. d. ritstjóra íslenzku orðabókarinnar, og óska eftir því, að slíkur maður lesi leikritin yfir eða hlusti á eina æfingu. Benedikt Árnason hefur annazt leikstjórn og sýnt að hann er mun betri stjórnandi en leikari. Val leikenda i hlutverk er ágætt. Inga Þórðar- dóttir leikur Oliviu af miklu fjöri. Henni virð- ist vera allt jafneðlilegt: að túlka hina snobb- uðu en góðviljuðu ráðherrafrú í fyrsta þætti, konuna sem verður að velja milli manns og sonar i öðrum og fátæku ekkjuna í hinum þriðja. Rúrik Haraldsson er prýðilegur iðjuhöldur, hann nær fasi Englendings, sem dvalið hefur langdvölum utan heimalands síns með miklu ágætum. Jóhann Pálsson gerir Michael að minnisstæð- um ungum manni. Honum er ætlað að sýna mestan tilfinningahita af þessum þremur, og hon- um tekst það fullkomlega. Svipbrigði Jóhanns eru sérstaklega góð. Anna Guðmundsdóttir er eðlileg stofustúlka, Bryndís Pétursdóttir litlítill einkaritari og Guð- björg Þorbjarnardóttir sæmilegur gestur á ensku efnaheimili. Mjög að óvörum verður varla annað sagt en Herdísi Þorvaldsdóttur hafi mistekizt túlkunin á Díönu Fletcher, fyrri konu ráðherrans. í fyrsta lagi er ekki viðkunnanlegt, að hún skuli liafa lagt sér til málróm, sem fleslir rnunu kann- ast vel við úr „Umhverfis jörðina á áttatiu dög- um“. í öðru lagi er naumast sennilegt að fyrr- verandi frú Fletcher liafi ekki tamið sér lima- burð siðmenntaðrar konu, og í þriðja lagi gerir dragtin Herdísi svo óeðlilega að óliklegt er, að hún hafi nokkurn tíma speglað sig í henni, en það ætti hún að gera hið fyrsta. Með tilliti til þess, hversu mjög þýðandi hefur dregið liöfund niður, verður ekki annað sagt en sýningin hafi heppnast vel. ★ PILTUR NOKKUR var óánægður með starf sitt hjá heilsölufyrirtæki og hafði orS á því viS forstjórann, aS hann væri aS hugsa um aS segja því upp. „BlessaSur vertu ekki aS þeirri fásinnu. Veiztu ekki, aS steinn, sem veltur niður fjallshlið, safnar ekki á sig mosa?“ „En hver sækist eftir mosa? Ilvar er markaður fyrir hann?“ spurði pilturinn alveg undrandi. ★ ÆSKAN er ekki æviskeið; hún er sálar- ástand. Enginn verður gamall á því einu að lifa vissan árafjölda. Fólk eldist á þvi að bregðast hugsjónum sínum. Árin setja hrukkur á andlitið, en ef menn missa móðinn, verður sálin hrukkótt. Ahyggjur, efasemdir, vantrú á sjálfan sig, hræðsla og örvænting heygja bök manna og lama sálarþrek þeirra, þegar til lengdar lætur. Þú ert jafnungur trú þinni á lifið, jafn- gamall efasemdum þínum, jafnungur og sjálfstrausl þiti, jafngamall og ótti þinn, jafnungur von þinni, jafngamall örvænt- ingu þinni. — Kínverskt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.