Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 17
SKINFAXI 81 -K úetttiahcfi AtarfaihA -K > __________________________________________j Fimmtíu ára afmælismót Skarphéðins. Sunnudaginn 3. júlí var margt manna saman komið í Þjórsártúni, þvi að þá var þar háð íþróttamót til minningar um fimmtiu ára afmæli og íþróttastarf mesta héraðssambands landsins, Skarphéðins, og hófst afmælismótið með hátiðadag- skrá. Klukkan tvö eftir liádegi fór fram guðs- þjónusta, og sungu þar tveir kirkjukórar, en sambandsstjóri U.M.F.I., séra Eiríkur Eiriksson þjóðgarðsvörður predikaði. Þá gekk nær tvö hundruð manna fylking ungra karla og kvenna inn á íþróttasvæð- ið eftir hljóðfalli lúðrasveitar Selfoss. Síðan söng allur almenningur, sem þarna var saman kominn. Héraðsstjórinn, Sigurður Greipsson, setti mótið, og síðan stjórnaði hann ])ví af skörungsskap. Guðni Jónsson prófessor og rithöfundur flutti ræðu, og hinn norski gestur mótsins, Olaf Njösen, einn af helztu forustumönnum ungmennafélaganna vestanfjalls, flulti stutt en snjallt ávarp. Höfðu stjórn U.M.F.I. og stjórn Skarp- héðins hoðið honum til mótsins, en hann var einn af þeim mönnum í Noregi, sem Þetta kenndi mér að treysta aldrei á lé- leg skotfæri eða of hlaupmjóa riffla, þeg- ar ég átti að etja við stór og háskaleg villidýr. Glímugarpar, sem unnið hafa skjöldinn. stóðu að því, að allmörgum Islendingum var boðið til mikillar Noregsfarar sumar- ið 1957. Að lokinni þessari dagskrá fór fram skjaldarglíma Skarphéðins. Þar voru 10 þátttakendur, og bar sigur úr hýtum Greipur Sigurðsson úr Iiaukadal. Var glimt af drengilegu kappi, og þótti glirn- an hin hezta skemmtun. Þá voru hópsýningar, sýndir vikivakar og leikfimi. Um kvöldið var úthlulað verð- launum, en daginn áður hafði farið fram á leikvanginum keppni i frjálsum íþrótt- um. Var keppt í hvorki fleiri né færri en 20 greinum karla og kvenna og tala kepp- enda mjög mikil. Að lokinni úthlutun verðlauna var dansað af fjöri. Veður var ekki eins golt og æskilegt hefði verið, en samt var þarna saman

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.