Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 20
84 SKINFAXI FRÁ SKRFISTOFU l.M.F.Í. Heimsókn til héraðssambanda á Vesturlandi. Dagana 1,-—11. júlí heimsótti ég héraSs- samböndin á Vesturlandi og ræddi við forustumenn þeirra og einstakra ung- mennafélaga. Héraðssamband ungmenna- félaga Vestfjarða. Héraðsmót sambandsins var lialdið að Núpi laugardag og sunnudag 2. og 3. júlí. Þar flutti ég erindi og ræddi við forustu- menn samhandsins. íþróttir voru fjöl- þættar á mótinu. Veður var fagurt og fjöl- menni mikið. Dagskrár mótsins og árang- urs verður getið á öðrum stað í þessu hefti. Ég kom til Bolungavíkur, Þingeyrar, Suðureyrar og Flateyrar og ræddi við forustumenn ungmennafélaganna á þess- um stöðum. Einnig kom ég til Hnífsdals og Súðavíkur. í Hnífsdal var ungmenna- félag, en er nú hætt störfum. Þar er nú íþróttafélagið Reynir. Á Súðavík ræddi ég við Halldór Magn- ússon kennara um stofnun ungmennafé- lags. Sigurður Guðmundsson kennari á Núpi mun aðstoða við félagsstofnun þar. Héraðssamband ungmennafélagp Vest- fjarða er nú í sókn undir forustu Sigurð- ar Guðmundssonar. Ungmenna- og íþróttasamband V estur-Barðastrandarsgslu. Sambandið hefur ekki starfað í mörg ár. Á Patreksfirði hélt ég fund 8. júli með fulltrúum frá íþróttafélaginu Herði og iþróttafélagi Bílddælinga. Á heimleiðinni fann ég formann Ungmennafélags Barð- strendinga að máli. Varð það að ráði að undirbúa vel íþrótta- og héraðsmót næsta vor og endurvekja þá sambandið. For- menn þessara þriggja félaga, Ágúst Pét- ursson Patreksfirði, Örn Gíslason Bíldu- dal og Kristján P. Þórðarson Breiðalæk á Barðaströnd, munu heita sér fyrir því, ásamt stjórn UMFÍ. Tálknfirðingar hafa hug á að stofna ungmennafélag. Ágúst Pétursson á Pat- reksfirði mun veita þeim lið við félags- stofnun fyrir hönd UMFl. Ungmennasamband tiorður- Breiðfirðinga. Samhandið hefur ekki starfað undan- farin ár. Ég liélt fund í Bjarkarlundi 10. júlí með fulltrúum frá umf. Aftureldingu, Reykhólahreppi, umf. Unglingi, Geira- dalshreppi, og umf. Ilvöt, Gufudalshreppi. Fulltrúi frá umf. Vísi gat ekki mætt, en ég átti tal við formann félagsins heima lijá honum. Ákveðið var að undirbúa í- þrótta- og héraðsmót næsta vor og endur- vekja sambandið þá. Formenn félaganna, Eysteinn Gíslason Reykhólum, Ólafur S. Ólafson kaupfélagsstj. og Haraldur Sæ- mundsson Kletti í Kollafirði, munu beita sér fyrir þvi i samráði við stjórn UMFÍ. Á fundinum mætti Gísli Gíslason í stað Haraldar Sæmundssonar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.