Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI lauk við frumvarpið áður en þing kom saman og skilaði því til ráðherra. Hann lagði það síðan fyrir Alþingi, þegar þar til kjörnir menn úr þáverandi stjórnar- flokkum höfðu lækkað þar nokkuð flest- ar tölur og nefndin samþykkt lækkun- ina í þeim vændum, að frumvarpið næði þá frekar fram að ganga. Yar það síðan samþykkt sem lög og kom þegar til fram- kvæmda á árinu 1955. Það, sem síðan hefur gerzt. Það var öllum ljóst, sem stóðu að þessum lögum, að á þeim væru vankant- ar og fjárframlög ölI væru ófullnægjandi. En ekki þótti rétt að fara lengra í upp- hafi, því að ýmsum mundi þykja nægi- lega þungur sá baggi, sem ríkissjóði væri hundinn með lögunum. Var síðan til þess ætlazt, að um yrði bætt smátt og smátt. Einkum var auðsætt, að liéraðsbókasöfn- in mundu eklci geta gegnt því hlutverki, sem þeim var ætlað, með þeim tekjum, sem lögin kváðu á um. En sú hefur ekki orðið raunin, að úr Iiafi verið 'bætt, heldur þvert á móti. Framlögin eru enn þau sömu, þrátt fyrir 80% hækkun á verði bóka frá þvi að lögin voru samin og að minnsta kosti 25 —30% hækkun á öðrum kostnaði. Skortir þó ekkert á, að hókafulltrúi hafi gert til- lögur til úrhóta og fært óyggjandi rök að nauðsyn þeirra. En undir þinglok í vor flutti menntamálanefnd Neðri deildar að beiðni menntamálaráðherra tvö frum- vörp um þessi mál, um almenningsbóka- söfn og um bókasafnasjóð, og er þar gert ráð fyrir mjög auknum tekjum hóka- safna. Frumvörpin komu ekki til umræðu að þessu sinni, en verða að likindum lögð fyrir næsta þing, annað tveggja sem stjórnarfrumvörp eða að tillilutun menntamálaráðherra, ef til vill eitthvað hreytt. Starfsemi almenningsbókasafna á áirinu 1958. Bókafulltrúi hefur nýlega sent ráðu- neytinu heildaryfirlit yfir starfsemi bóka- safnanna á árinu 1958. Hún sýnir, að starfsemin eykst, hæði hjá sveitarhóka- söfnum og hæjar- og héraðsbókasöfnum, þrátt fyrir mjög lág framlög til safnanna, og er það sönnun þess, live mikil og við- tæk hún gæti orðið, ef fjárhagurinn væri rýmri. Nokkur af héraðsbókasöfnunum gátu alls ekki starfað á árinu vegna húsnæð- isskorts, en saml hefur tala lánaðra hinda í bæjar-, liéraðs- og sveitarbókasöfnum aukizt um 147.159 hindi siðan árið 1956 og nemur nú alls 2,9 bindum á hvern ibúa i landinu til jafnðar. En í Danmörku eru bókalán að meðaltali sarna ár 6.1 bindi á hvern íbúa, svo að Danir lesa meira en tvöfalt á við íslendinga. Það er og ótrúlega mikill munur á framlögun- um. Hér á íslandi voru heildarframlög til almenningsbókasafna kr. 32.40 á íbúa, en í Danmörku kr. 53.50, og ættu þó Dan- ir að þurfa mun minna fé til jafngóðrar starfrækslu og hér, þar eð þar er stórum þéttbýlla og verð á hókum mun lægra. Þess ber svo að gæta, að framlögin hér mundu alls ekki nema svona mildu til jafnaðar að meðaltali á einstakling, ef heimaaðilar greiddu ekki miklum mun meira til safnanna, en lágmark laganna ákveður. Eru það einkum bæirnir, sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.