Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 iil liéraðsbókasafnsins. Þá er það og til, að eitt aðalsveitarbókasafn er í hreppn- um, en tvö eða þrjú lestrarfélög, sem kaupa eitthvað af hókum árlega, en láta þær síðan i aðalhókasafn sveitarinnar, þar sem þær svo eru geymdar og lánaðar. 1 öllum fjölbýlum hverfum eru bóka- safnahyggingar, og ekki þykja þær við liæfi, án þess að þar séu þessar vistarver- ur: 1. Aðalbókageymsla, þar sem menn geta gengið um frjálst og valið sér hækur. í smærri bókasöfnunum er þessi útlána- salur einnig leslrarstofa fyrir unglinga og fullorðið fólk. 2. Fræðaherbergi, þar sem nokkrir menn geta setið við fræðaiðkanir. 3. Herbergi fyrir fræðslulninga. 4. Salur, þar sem hægt er að sýna kvikmyndir og skuggamyndir, flytja fyr- irlestra, hafa bókmenntakjmningar og halda umræðufundi um bækur og fræðslu 5. Aukabókageymsla og vinnuherbergi hókavarðar. 6. Skrifstofa hólcavarðar. En í hinum ineiri liáttar söfnum er auk þessa barnalesstofa, liljómplötudeild með sérstökum iiljóðeinöngruðum hlustunar- klefum — og loks lierbergi fyrir margs konar tómstundaföndur. Borgin Ivarlskrona í Svíþjóð Iauk í fyrra við byggingu hókasafns, sem kost- aði 15.5 milljónir íslenzkra króna, og í þeirri borg búa aðeins 30 þásund manns — eða tæplega 40% á við íbúa Reykja- víkur. Fortíðin hjá okkur íslendingum. Það fylgdi frama-, menningar- og sjálf- stæðisþrá íslendinga á 19. öldinni að sýna viðleitni til að bæta þekkingu og mennt- un almennings. Þá þótti ekki fært sakir fámennis og strjálbýlis að koma upp skólum og skólaskyldu, en mörg heimili kostuðu kennara, og öll reyndu þau að uppfræða unglingana eftir heztu getu. Þá fylgdi og andleg vakning og nokkur þekking kveðskap og kvöldvökulestri. En ýmsir menn víðs vegar um landið unnu að því að lcoma upp amtsbókasöfnum, sýsluhókasöfnum og lestrarfélögum, og urðu þau víða að ómetanlegu gagni. En þegar svo var komið, að skóla- skylda hafði verið leidd í lög, tóku menn að hugsa minna um bókasöfnin, og loks var þannig orðið upp úr 1930, að hin gömlu og góðu amts- og sýslubókasöfn voru sum lítt eða alls ekki starfandi, og engum hafði þeim verið sá sómi sýndur, að jafnast gæti við það, sem áður hafði verið, samanborið við þær fjárhæðir, sem annars voru lagðar til fræðslumála. Sama máli gegndi viðast um lestrarfélögin, og þau nutu einskis opinbers styrks. Þá var það, að tveir þingmnn, sem gerðu sér grein fyrir gildi bókasafna, fluttu frumvarp til laga um framlög til lestrarfélaga af skemmtanaskatti. Frum- varpið varð að lögum, og reyndust lögin hin mesta stoð öllum þeim lestrarfélög- um, sem starfrækt voru af áhugasömum mönnum. En brátt var féð skert með lagabreytingu, og árið 1954 var orðið næsta ömurlega ástatt um framlögin, samanhorið við það, sem verið hafði. Það gerðist svo næst í þessuin málum, að árið 1954 skipaði þáverandi mennta- málaráðherra, Bjarni Benediktsson, nefnd til að semja frumvarp um almenn- ingsbókasöfn. Nefndin vann af kappi,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.