Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 30
94 SKINFAXI „Þó að ég sé nú fyrir góðan afla, þá ætla ég að leyfa mér að segja við þig, frú mín góð: Hættu nú að háfa!“ ★ Minnið og samvizkan Magnús sýslumaður Torfason var mjög sérstæður maður, fór sínar eigin leiðir í orðum og gerðum, og þó að hann væri mjög slcyldurækinn embættismaður, var síður en svo, að hann gæti neitað sér um að taka tillit til annars en lagabókstafar, ef ekki var um að tefla afbrot, sem hon- um virtust ekki mjög alvarlegs eðlis. Eitt sinn var liann að yfirheyra sjó- mann á ísafirði. Maðurinn var kunnur að dugnaði og þreki, en hins vegar var hann ærið drykkfelldur annað veifið. Sýslumaður sagði: „Þér eruð kærður fyrir að liafa tekið mann og fleygt honum fram af Edinborg- arbryggjunni. Hverju liafið þér til þess að svara?“ „Það er lygimál, að ég hafi l’leygt hon- um fram af bryggjunni. Hitt er satt, að hánn brúkaði svoleiðis stólpakjaft, að ég gat ekki stillt mig um að grípa í hnakka- drambið á lionum og dýfa honum í.“ „Mundi það nú ekki koma í sama stað niður?“ „Nei, nei. En þegar ég var húinn að dýfa honum, heimtaði hann, að ég sleppli sér, og þá rankaði ég við mér og varð við kröfu mannsins.“ „Er þetta satt — munið þér þetta?“ spurði sýslumaður, og skrifara lians þótti liann orðinn ærið sérlegur á svip. „Já. Ég hef gott minni, og ég þori að sverja þetta við samvizku mina.“ Þegar hér var komið, leit sýslumaður til skrifarans og lögregluþjónsins, sem viðstaddur var, og mælti: „Ég held við sleppum honum, bræður, — upp á minnið hans samt, en ekki sam- vizkuna.“ ★ Aísökuii Það er altítt, að konur afsaki við gesti, að allt sé svo sem ekki á heimilinu eins og þær liefðu kosið, og er þetta engu síð- ur vani hjá sumum þeim, sem ávallt hafa allt snurfusað. Björn Jónsson smiður hafði gert við eitlhvert nauðsynlegt heimilisáhald fyrir frú eina í Hafnarfirði, og svo bað hann föður sinn, sem var gamall sjómaður, en hættur á sjónum og snerist nú kring- um son sinn og fór fyrir hann ýmissa erinda, að skreppa með álialdið til frú- arinnar. Gamli maðurinn gerði það, og frúin þakkaði og sagði: „En því miður get ég ekki hoðið yður inn upp á kaffi. Það er alltaf eitthvað að tefja mann, svo að allt er í róti lijá mér; ég er ekki einu sinni húin að þvo upp, livað þá ryksuga eða þurrka af.“ „O, hlessaðar verið þér,“ svaraði gamli maðurinn. „Ég held það hefði sosum ekki skaðað mig mikið, — það er verst fyrir þá, sem verða að búa við þetta.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.