Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 12
76
SKINFAXI
Jens Marinus Jensen.
austurs, liafa slytzt veriö sjálfstæð ríki
og standa fjarri liinum Norðurlöndun-
um um tungumál — það tekur þó aðeins
til þeirra Finna, sem tala finnsku —■ liafi
sérstöðu, sem sameini, enda stendur þeim
stuggur af stórveldinu mikla og fjöl-
menna í auslri og eins og finna, að ís-
lenzku þjóðerni geti stafað liætta frá eng-
ilsaxnesku þjóðunum, vita um hersetu
Bandarikjamanna og landhelgisofheldi
brezkra stjórnarvalda. Þá voru 18 Svíar,
aðeins 2 Norðmenn, 9 fulltrúar danska
minnihlutans í Suður-Slésvík og loks tíu
Danir — allir frá Jótlandi og Borgundar-
liólmi.“
„Og hverjir voru nú þarna af þeim
framámönnum félaganna, sem íslenzkir
ungmennafélagar kannast við?“
„Þeir þekkja fyrst og fremst Jens
Marinus Jensen, sem hingað hefur komið.
Hann er up])hafsmaður þessara norrænu
vikna og var í fjölda mörg ár formaður
Ungmennasambandsins danska. Hann
sagði þarna aðaldrætti úr sögu norrænu
viknanna. Þá er að nefna núverandi for-
mann, IJelga Grell, fríkirkjuprest í Ilern-
ing, og formann mótsins Sören Dissing
sóknarprest. Hann og suðurjózkur ritari
ungmennahreyfingarinnar fluttu fram-
söguræður um efnið: Eru ungmennafé-
lögin óþörf ? Um það efni urðu miklar um-
ræður, og kom mönnum saman um, að
þörfin fyrir starf félaganna í kristilegum,
þjóðlegum og samnorrænum anda liefði
aldrei verið meiri. Fleiri vorn þau efni,
sem um var rætt, og þarna kom fram
hinn kunni ritliöfundur og kennari,
sagnaskáldið Palle Lauring, og sagði sögu
Véhjarga og Véhjargahéraðs á mjög
skennntilegan hátt. Þá héldu hóparnir frá
hverju landi uppi skennntun, og ég sýndi
þarna kvikmynd frá íslandi. Hvað sem
þeim orðum líður, sem henni fylgdu frá
minni hálfu, þótti að henni sérlega góð
skennntun, og varð ég þess var, að menn
töldu sig nokkru vísari á eftir um ísland.
Þá var farið i skemmtiferðir, landið skoð-
að og merkir staðir, og var þá skemmti-
Iþróttaskólinn i Vébjörgum.