Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 3
Tímarit U.M.F.Í.
☆ ☆ ☆
3. hefti 1960 S
•
Útgefandi: Sambandsstjórn
Ungmennafélags Islands.
Reykjavík.
Afgreiðsla: Edduhúsinu,
Reykjavík, efstu hæð.
Ritst jóri:
Guðm. Gíslason Hagalín.
Pósthólf 1342. Simi 50166. I
Félagsprentsmiðjan h.f.
EFTIRBÁTAR AIMINIARRA
Að dependera af þeim dönsku.
Sveinn Sölvason lögmaður var um flest
mætur maður og mjög velviljaður, en illa
var það tekið upp fyrir honum, þegar
hann taldi rétt, að við hættum að rækja
málvöndun og lielzt tækjum upp danska
tungu — eða eins og liann kallaði það:
dependeruðum af þeim dönsku. En livað
sem leið lmeykslun ágætra íslendinga út
af þessum orðum lögmannsins, höfuin við
löngum tekið margt upp eftir Dönum og á
seinni árum Ameríkumönnum — og því
miður sjaldan það, sem bezt er með þess-
um þjóðum. Það skortir t. d. ekkert á, að
kvenfólkið okkar vilji tolla í alþjóðlegri
tízku um alls konar snyrtingu. Við, sem
húum í hæjunum eða í grennd við þá,
þurfum ekki að kippa okkur upp við það,
þó að við sjáum þrítuga frú i næsta húsi
við okkur koma út rauðhærða í dag, þó
að hún hafi i að minnsta kosti fimm sein-
ustu árin, sem við munum liana, verið
jörp á liár eða skolhærð, og tvítug stúlka,
sem við höfum séð daglega og ekki virzt
hera nein lirörnunarmerki, er allt í einu
orðin gráhærð i dag — eða að minnsta
kosti komin með stóran gráan lepp í hár-
ið! Og engan þyrfti að undra, þótt hann
sæi einhverjar fegurðar- og tízkudísir
komnar mcð hring í miðnesið einhvern
daginn — því að nú er meira rætt um
hlökkumenn í hlöðum og útvarpi en
nokkru sinni áður. Þá er það og alkunna,
að m jög erum við montnir, ef okkur eða
einhverjum af okkar mönnum er liælt er-
lendis, en hins vegar hregðumst við gjarn-
an reiðir við, ef að okkur er fundið.
Bandaríkjamenn og Danir.
Margt er það, sem við getum gott lærl