Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 15
SKINFAXI
79
við að finna hlébarðann steindauðan, en
])egar ])au komust að raun um, að hann
hafði sloppið, urðu konurnar hræddar og
þutu af stað heim, leiðandi börn sín.
2.
Sólin var komin upp, þegar ég ók inn í
kjarrið næsta morgun. Þá biðu mín fimm-
tíu blökkumenn við fíkjutréð. Þeir voru
vopnaðir l)ogum og spjólum, öxum og
sveðjum, og voru æstir í að hefja leitina
að hlébarðanum. Þeir sögðu, að hann
hefði ekki hara drepið þennan eina kálf,
heldur fjölda af kindum og geitum og
nokkra kálfa.
Við héldum af stað i langri röð, höfðum
fjóra, fimm metra á milli okkar. Um
nóttina l)afði verið hellirigning, svo að
ekki sá neina slóð, en við héldum í þá
ált, sem hlébarðinn hafði farið. Við höfð-
um ekki leitað nema stuttan spöl, þegar
blökkumennirnir kölluðu til mín og benlu
á hæli í grasinu. Þar voru nokkur hlé-
barðahár, og enn var það ylvolgt eftir
dýrið. Hlébarðinn hlaut að hafa legið
þarna fyrir stuttri stund. Hann hafði
auðvitað lagt á flótta, þegar hann hafði
heyrt hlökkumennina koma. Við höfðum
heldur ekki fyrr gert okkur grein fyrir
])essu en einn af þeim svörtu sagði í æsi-
róm, að liann ■hefði séð einhverju gulu
hregða fyrir í sefinu niðri á árbakkanum.
Nú álti ekki að vera vandi að rekja
slóðina. Margir al' blökkumönnunum ösl-
uðu jdir ána til að athuga, hvort þar sæ-
ist nokkur slóð. Þeir kölluðu til mín, að
hlébarðinn hlyti enn að vera í sefinu, því
að hann gæti ekki leynzt þeim, ef hann
væri kominn yfir.
Ég setti menn á vörð á þrjá yegu við
sefbreiðuna, og sendi nolckra suður í
þorpið eftir hundum sínum. Sjálfur óð ég
yfir ána og fór upp á mauraþúfu á bakk-
anum. Þarna gat ekkert slcyggt á hlébarð-
ann, þegar hann hrökklaðist út úr sefinu.
Við þurftum ekki lengi að bíða eftir
hundunum, og þegar þeir komu, geltu þeir
hver i kapp við annan, og blökkumenn-
irnir æptu og stöppuðu. Ég bjóst svo við
því, að lilébarðinn mundi þá og þegar
koma í færi.
En allt í einu varð allt í uppnámi.
Hundar ýlfruðu, blökkumennirnir hróp-
uðu og öskruðu og lientust fram og aftur.
Hlébarðinn hafði ráðizt á miðja röðina,
hvæsandi og urrandi, og mennirnir liöfðu
liörfað í ofboði, lilaupið sinn í liverja átt-
ina og sumir rekizt hver á annan. Ég sá
aðeins hregða fyrir lendinni á hlébarðan-
um um leið og hann hvarf inn í kjarrið
eftir stíg, sem lá suður að einu svert-
ingj aþorpinu.
Blökkumennirnir náðu sér brátt eftir
ótlann og þutu af stað í tveimur sveigðum
fylkingum í þeim vændum að komast
fyrir lilébarðann og fá hann til að nema
staðar. Ég óð yfir og fór inn á stíginn, sem
hlébarðinn hafði þrætt. Brátt kom ég að
sigrænu tré með síðum, því nær jarðlút-
um greinum. Skyndilega snarstanzaði ég,
liafði á tilfinningunni, að yfir mér vofði
hætta. Ég starði gegnum laufþak hins sí-
græna viðar. Og það var sem kalt vatn
rynni ofan eftir hakinu á mér. Þarna lá
þá hlébarðinn, var ekki meir en 8—9
metra frá mér, sneri að mér hliðinni,
virlist ekki hafa tekið eftir mér, hafði
víst athyglina bundna við hundana og
hlökkumenina.
Ég miðaði og skaut, og svo gengu þá