Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 10
74
SIÍINFAXI
í þá átt að koma fjárhag og öðrum starfs-
skilyrðum almenningsbókasafna á væn-
legan starfsgrundvöll, þarf að verða veru-
leg breyting á viðhorfi félaga og sam-
handa. Þau þurfa beinlínis að taka for-
ustuna um að styrkja þessa baráttu —
setja sér að leiða liana til sigurs með sam-
þykktum og áskorunum og einbeitingu
persónulegra álirifa áhugasamra ein-
staklinga, og þegar sigur er unninn, ber
þeim að stefna að því að skipan og starf-
semi sveitarbókasafna sé komið í sem
heppilegast form með tilliti til aðstæðna
í hverri sveit, og að allur aðbúnaður og
starfræksla héraðsbókasafna megi verða i
sem beztu samræmi við þarfir þess hverf-
is, sem þau eiga að þjóna.
Síðan eiga þau að gera þá starfsemi,
sem söfnin veita skilyrði til, að þeirri
endurnýjunarlind fræðslu og menningar-
starfs, sem liún getur orðið. Iþróttastarf-
ið á að styrkja og stæla líkamann, efla
viljann og auka kappið, og árangur þess
á ekki sizl að sjást í markvissri einbeit-
ingu við andleg viðfangsefni. Sú kynslóð,
sem nú er ung, hefur það fram yfir þá,
sem hæst lióf merki félagsskaparins, að
hún nýtur þjálfunar þeirra til afreka,
sem margliliða íþróttaiðkanir veita, auk
þess sem bætlar samgöngur og betri fjár-
hagur, létta öll félagsleg átök. Þegar al-
menningsbókasöfnum hefur verið komið
í skynsamlegt horf, eiga félögin að stofna
til fræðsluhringa á sviði félagsmála, hók-
mennta og hagrænna viðfangsefna, og
þar sem skortir tungumálakunnáttu til að
nota sér hinar erlendu handbælcur og
fræðslurit héraðsbókasafnanna, eiga fé-
lögin að stofna til sameiginlegs starfs, sem
auki málakunnáttu félagsmanna. Þau
eiga að nota gögn safnanna til að efla
leikstarfsemi, fyrirlestrahald með fræð-
andi kvikmyndum eða skuggamyndum,
stofna til bókmenntakvölda og umræðu-
funda um hagræn og menningarleg efni
og taka forustuna í félagslegri starfsemi
og skemmtanalífi sveita og hæja. Hver
samkoma þeirra á að mótast af því
tvennu, sem óhjákvæmilega verður að
fara saman, ef menning og máttur hald-
ist í hendur i þessu landi: fjölbreyttu
fræðslu- og menningarstarfi og skynsam-
legri, en kappsamlega iðkaðri íþrótta-
starfsemi.
Fræðslusamtökin dönsku, sem hafa —
fyrst og fremst á grundvelli þeirra skil-
yrða, sem almenningsbókasöfnin hafa
veitt þeim og veita í æ ríkari mæli ■— unn-
ið stórvirki til fræðslu- og menningar-
auka meðal núlifandi kynslóðar, hafa
valið sér að einkunnarorðum: „Ljós um
land allt — það er. ósk okkar og vilji!“
El' ungmennaféölgin taka forustuna um
eflingu ahnenningsbókasafna og nota sér
þau eins og efni standa til, munu þau geta
veitt ljósi og yl inn á hvert heimili í sveit-
um og þorpum landsins í skannndegis-
myrkri og umhleypingum — og árangur-
inn mun verða sá, að líta megi yfir far-
inn veg og sjá, að þar „vaxa blóm i hverju
spori.“
★
☆