Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 13
SKINFAXI 77 legur og léttur tónn yfir hópnum. Loks skal þess getið, að skólinn lagði sitt til meS leikfimisýningu, enda tóku nemend- ur sumarskólans, sem eingöngu yoru stúlkur, þátt i mótinu. AS síSuslu yoru flutt ávörp frá fulltrú- um allra landanna, og var ekki annaS aS heyra aS skilnaSi en öllum hefSi þótt vikan frekar of fljót en of lengi aS IiSa.“ „Finnst þér, aS æskilegt væri, aS þess- ar kynningarvikur sæktu þeir íslenzkir ungmennafélagar, sem sæju sér þaS fært af fjárhagslegum eSa atvinnulegum á- stæSum?“ „Ég er ekki í nokkrum vafa um þaS, aS auk þess, sem íslenzkir ungmennafé- lagar mundu skemmta sér vel á slíku móti, enda margt liaft til skemmtunar, sem ég lief ekki getiS um, mundu þeir líka hafa af því mikiS gagn, skilningur þeirra á starfi og gildi ungmennafélaga aukast og þeim jafnvel verSa ljósari en áSur bæSi menningarleg og efnahagsleg sérstaSa íslands og þaS, sem þaS á sam- eiginlegt meS hinum NorSurlöndunum. En ferSir á slík mót eru dýrar, og þyrftu menn aS hugsa fyrir þeim i tæka tíS og gera sér far um aS sjá og heyra meira í ferSinni en mótin sjálf gefa kost á, því aS dýrastar eru ferSirnar milli íslands og hinna NorSurlandanna, en kostnaSur viS ferSalög milli Noregs, SvíþjóSar og Dan- merkur aftur á móti ekki ýkjamikill, ef vel og skynsamlega er á haldið og ferðin undirbúin.“ „En hvaða munur finnst þér einkum á íslenzku ungmennafélagshreyfingunni og þeirri dönsku?“ „Sú íslenzka einhæfir sig víðast meira við íþróttastarfsemina, hin sinnir henni HURÐ nmrri hœluwn Brezkur embættismaður í Austur- Afríku segir frá 1. Þegar ég áti heima á Merabrekku, var 360 kilómetra leið í næstu ketbúð. Ég varð því að sjá mér sjálfur fyrir ketmeti, og til þess notaði ég riffilinn minn. Hann átti að vera ágætt verkfæri, hríðskota- riffill með 6.5 millímetra hlaupvídd. En hvernig hann dugði á hættuleg dýr, það var ég ekki viss um, unz ég fékk reynsluna i viðureign við hlébarða, var reyndar elcki vel að marka þá reynslu, því að skot- hylkin voru itölsk. Mig hafði þrotið ensk skothylki og fengið þessi hjá vini mínum, sem bjó i Sandhólaþorpi. Nokkrum dögum eftir að ég féklc þau, kom þjónninn minn til mín og sagði mér, að úti væri blökkumannahöfðingi, sem vildi fá að tala við mig. „HvaS er honum á höndum?“ líka — víða, en önnur þroskandi störf eru þar meiri þáttur starfseminnar en algeng- ast er hér, söguleg viðfangsefni, bók- menntaleg, þjóðfélagsleg og norræn. En ég er að vona, að þetta breytist hér hjá okkur, enda verkefnin mörg og aðkall- andi.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.