Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI sinn. Það þarf að eiga nokknrt úrval skáldrita á Norðurlandamálum, eitthvað af skáldritum á ensku og nokkur á þýzku. Þá þarf það að kaupa árlega nokkur ný skáldrit á þessum málum, að minnsta kosti eitt alþýðlegt tímarit á dönsku, ensku og þýzku, og fáeinar alþýðlegar fræðibækur. Það á að eiga allar hand- bækur, sem til eru á íslenzku, alfræðibók á dönsku eða norsku og aðra á ensku, orðabækur margs konar, handbækur og fræðibækur um landbúnað, gai’ðrækt, fiskveiðar, húsagerð, trésmíði, járnsmíði, blikksmíði, málningu, steinsteyjxu, bif- reiðar, pípulagningu, vefnað, hannyrð- ir, íþróttir, listir, skák o. s. frv. Það þarf að hafa golt húsnæði, þar sem er bóka- geymsla, vinnuberbergi fyrir bókavörð, lítil lesstofa og eldtraustur klefi. Það þarf að eiga kvikmynda- og skuggamyndavél, annað livort eitt eða i samlögum við til dæmis ungmennafélag eða ungmenna- samband, og hafa framtak um að efna til fi’æðandi og skemmtandi erindaflutn- ings, með eða án myndasýninga, l)ók- nxenntakvölda og umræðufunda um fé- lags- og menningarmál. Og siðast en ekki sizt þarf það að geta launað áhugasaman og vel xxienntaðan bókavörð, sem leið- beinir unx bókaval eftir þörfxim og ósk- xun, hefur forustu um menningarlega vakningu og samstarf við þau félög i bókasafnshverfinu, sem hafa liug á að- gerðxun til menningarauka, fróðleiks og skemmtunai', og kennir sveitarbókavörð- um í héraðinu flökkun og skráningu bóka og skýrslugerð og hefur eftirlit íxieð því, að bókasöfnin séu rekin eins vel og skyn- samlega og fjárhagsgeta leyfir. Tekjur héraðsbókasafna i nxeðalstórxx liéraði mættu ekki vera íxxinni en 90 þús. kr. á ári. Þeim yrði vai'ið á svipaðan hátt og bér segir: 1. Til bókakaupa: a. 1 eint. af 100 nýjum ísl. bóltum.................. kr. 15.000 b. 2 — - 50 — - — — 15.000 c. 1 — - 50 — bókum á erlendum málum........... — 6.250 d. Gamlar bækur til endurnýjunar og viðhalds bóka .... — 10.000 2. Tryggingargjöld, ferðakostnaður héraðsbókavarðar og skrifstofukostnaður .....................-.......... — 5.000 3. Húsaleiga Ijós, hiti og ræsting ..................... — 15.000 4. Laun bókavarðar, miðuð við, að hann væri kennari við unglingaskóla á staðnum, en gegndi ekki öðrum auka- störfum en bókavörzlunni ........................... — 24.000 Samtals kr. 88.250 Frumvörpin, sem lögð voru fijrir Alþingi. í frumvörpum þeim, senx lögð voru fyr- ir Alþingi, er ixxiðað við að tekjur sveit- ar-, bæjar- og béraðsbókasafna verði alls kr. 40.65 til jafnaðar á hvern íbúa, en eru nú raunverulega kr. 32.40 og í Dannxöi'ku kr. 53.50. Lágmarksframlag bæði í'íkis og hreppa til sveitarbókasafna hækkar úr 5 krónum í 10 og hánxark ríkisgreiðslu úr kr. 12.50 í 20 krónur. I fjölmennunx

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.