Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.07.1960, Blaðsíða 21
SKINFAXI 85 Ungmennasamband Dalamanna. Sambandsfundur (aukafundur) var lialdinn að Sælingsdalslaug 10. júlí. Þar flulti ég erindi og ræddi um störf og stefnu ungmennafélaganna. Aðalfundar- efni var sundlaug sambandsins, sem þarf nú mikilla endurbóta. Áhugi forustumanna. Einlægur áhugi ríkti hjá öllum for- ustumönnum, sem ég ræddi við, um störf og viðgang ungmennafélaganna. Ýmsa erfiðleika þarf að yfirstíga, en til þess þarf samstillta krafta UMFÍ, héraðssam- bandanna og hinna einstöku ungmenna- félaga. Ég trúi því, að ferð mín um Vest- urland í þágu ungmennafélaganna liafi orðið til nokkurs gagns, en reynslan verð- ur að skera úr um það, hvort sú trú lætur sér til skammar verða. Fagurt var á Vestfjörðum þessa sól- ríku júlídaga, og ferðafélagar mínir, Þor- steinn Sigurðsson kennari i Reykjavík og Guðmundur Löve fulltrúi hjá SÍBS, sem einnig áttu erindi að reka á Vesturlandi, gátu vart hetri verið. Rætt var af kappi í gamni og alvöru og margar stökur hrutu af vörum á hyggðaleiðum og fjallvegum, Vestfjörðum til lofs og dýrðar. Undir ferðalok var kveðið: Nú er lindin þorrin þín þekkrar Ijóðagerðar. óðum dvínar sólarsýn, sigur að lokum ferðar. Heimsókn til héraðssambandanna í II únavatnssýslu. Fjórða og fimmta ágúst heimsótti ég Ungmennasamband Austur-Húnavatns- sýslu og Ungmennasamband Vestur- Húnavatnssýslu. Ilinn 4. ágúst var fundur haldinn á Blönduósi. Þar mætti stjórn Ungmenna- samhands Austur-Húnvetninga og full- trúar frá sex ungmennafélögum, en í samhandinu eru nú niu félög. Hinn 5. ágúst var fundur haldinn í Reykjaskóla með stjórn Ungmennasam- hands Vestur-Húnavatnssýslu og fulltrú- um frá fjórum ungmennafélögum, en í sambandfinu eru sex félög. Mikill áhugi ríkti á fundunum um mál- efni ungmennafélaganna. Stefán Ólafur Jónsson mætti á báðum þessum fundum og ræddi um starfs- íþróttir. Skúli Þorsteinsson, framkv.stj. UMFf. Norskum ungmennafélögum boðið heim. Einn forustumanna norsltu ungmenna- félaganna, Olaf Njösen frá Bygstad, Sunnfjord, var liér i boði UMFÍ og Hér- aðssambandsins Skarphéðins fyrstu vik- una í júlí. Hann var gestur á 50 ára af- mælishátíð Skarphéðins. Kaupendur Slcinfaxa! Ungmennafélög og einstaklingar! Mun- ið að greiða ritið skilvíslega. Gjalddagi er fyrir 1. des. ár hvert. Árgangurinn, 4 hefti, á kr. 30.00. Hverju uxrgmennafélagi er sérstaklega sent eitt eintak af Skin- faxa og þvi treyst, að félögin greiði það skilvíslega. Það er nauðsynlegt fyrir fé- lögin að lialda Skinfaxa saman og eiga alltaf greiðan aðgang að honum. Skinfaxi flytur fréttir, erindi og samþykktir frá UMFf til félaganna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.