Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Síða 9

Skinfaxi - 01.04.1962, Síða 9
Vel af stað farið um viðreisn staðarins. Þeir, sem flytja öðrum persónulegan og þróttmikinn boðskap, verða alltaf að vera i'eiðubúnir til að láta þá komast að, sem óska að uppfylla einhverjar þarfir í þjóð- félagi sínu. Og ég sé ekki betur en hér sé um að ræða þjóðarstarf, sem gæti sett mikinn svip á starf ungmennafélaganna ftiörg ár inn í framtíðina ef vel væri á haldið. Hið lifandi orð eins og og Grundt- vig kallaði þann persónulega boðskap, sem i'æðir rök lífsins, virðist ekki hafa mikil tök í Islendingum. En það atriði er ekki hægt að leggja æskunni til lasts, heldur þeim hinum eldri, em hafa vanrækt þetta hlutverk uppalandans í þjóðlífinu. Fyrir nokkru var ég eins og svo oft áður staddur á fjölmennu útimóti í Danmörku. Haldnar voru sex ræður af þjóðkunnum mönnum og söngur og leikir fóru fram. Ræðurnar mið- uðu því sem næst allar að spámannlegu hugboði um samhengi mannlífsins og um fvelsandi mátt kristindómsins. Þær kölluðu á ímyndunaraflið og vöktu samræður um alvarleg málefni manna á milli, og þessar umræður eyddu tómiætinu og fyrirhyggju- leysinu hjá hinum ungu þátttakendum og leiddi þá í lifandi snertingu við andlegan veruleika áður en dans var stiginn. Ég kom nokkru seinna á svipað mót á Þingvöllum hið svokallaða hestamannamót, en hér var aðeins haldin ein ræða í tvo daga og engir söngvar sungnir. Hluttak- endur höfðu ekkert að taka sér fyrir hend- ur nema að láta sér leiðast meðan biðið var eftir nokkrum hestasprettum. Engum var boðið upp á að skyggnast inn í völundar- hús andlegra hugmynda eða Ijóðlistar, og eru þó tengd hestinum í íslenzkri menningu mörg fögur kvæði og stökur svo hundruð- um skiptir. Það var auðséð á öllu, að ísland vantaði lýðháskóla og það fleiri en einn, skóla, sem endurvekti hið lifandi orð, svo æskan af tómum leiðindum léti ekki und- an þeim persónulega afslætti og undan- brögðum, sem leiða til vínsins. Lýðháskólinn er sú stofnun, sem svarar til þarfar þjóðarinnar í dag, og ef endur- reisn Skálholts sem menntaseturs á að hafa nokkur lífræn tengsl við veruleikann á líðandi stund, verður að taka meira tillit s K I N FAXI 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.