Skinfaxi - 01.04.1962, Page 17
ing, úr því sem komið var, að doka við, unz
flest afmælisrit héraðssambandanna væru
komin út, svo að þeirra mætti njóta að
nokkru og einnig gagnasöfnunar þeirra við
gerð heildarsögunnar. Einnig yrði þá
fremur komizt hjá óþörfum endurtekning-
um á því, sem heima á í ritum um héraðs-
samböndin einvörðungu. Að minnsta kosti
var augljóst, að það mundi horfa miklu
glögglegar við, hvernig sníða bæri heild-
arsögu samtakanna stakk, þegar ritin um
héraðssamböndin væru flest komin út.
Það, sem hér hefur verið rakið að fram-
an, eru meginástæður þess, að það hefur
dregizt fyrir mér eins og raun er á orðin að
hefja ritun sögu U.M.F.I., auk þess sem
það vill oft verða svo, þegar leysa skal af
hendi viðamikið starf í hjávekum, og ekki
eru sett um það ákveðin tímamörk, hvenær
því skuli lokið, að dráttur verður á meiri
en góðu hófi gegnir. Ég hef þó ekki með
öllu setið auðum höndum. Ég hef dregið
saman ýmis gögn úr þeim rituðum heim-
ildum, sem fyrir hendi eru, einkum Skin-
faxa og ritum félaga og héraðssambanda.
Einnig hef ég haft samband við ýmsa
menn, sem mikið og lengi hafa starfað í
hreyfingunni og fengið hjá þeim marg-
vísleg drög, svo og fengið í hendur handrit
að sögu eða þáttum af starfi nokkurra
ungmennafélaga.
Segja má hins vegar, að heildarsöfnun
gagna sé eftir, og grunnur að slíkri sögu-
vitun, sem hér er til stofnað, verður ekki
lagður nema safnað sé gögnum um megin-
drætti í starfi hvers ungmennafélags, sem
starfað hefur innan vébanda U.M.F.I.
Þetta getur þó ekki orðið skilrík saga hvers
einasta ungmennafélags, þó að þessi gögn
séu nauðsynleg til skilnings á sögu allrar
í Þórhallur
j Bjarnarson,
j annar aðal-
í upphafsmaður
5 ungmenna-
félaganna.
(
Kvebja frá U.M.F.Í.
Stjórn Ungmennafélags Islands
vottar minningu Þórhalls Bjarnarson-
ar hina dýpstu virðingu og þakkar hið
mikla brautryðjandastarf hans innan
félagsskaparins. Honum ber að þakka
upphaf hreyfingarinnar í því formi,
er hún tók á sig fyrstu árin og hefur
haldið síðan. En fyrst og fremst
þökkum við þann anda, er hann gaf
hreyfingunni af eldlegum hugsjóna-
áhuga, djörfum baráttuhug, dreng-
skap og óeigingjarnri tryggð við
draumsýnir æskuáranna, er hann
varðveitti til hinztu stundar.
Við þökkum upphafsmanninum, en
um leið hinum óbrigðula samherja,
hvetjanda og vegsögumanni að háu
marki, Islandi til heilla og æskulýð
þess. Við vottum hinum nánustu hans
samúð okkar.
Fyrir hönd U.M.F.I.
Eiríkur J. Eiríksson.
S KIN F AX I
17