Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 19
Unjpnennasamband
V estur-Skaf taf ellssýslu
stóð að myndarlegri samkomu aðKirkju-
bæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Formaður sambandsins flutti ávarp.
Að lokinni messugjörð séra Gísla Brynj-
ólfssonar flutti framkv.stj. U.M.F.Í. ræðu
og sýndi kvikmynd frá landsmótinu á Ak-
ureyri. Einnig ávarpaði hann samkomu-
gesti á dansleiknum um kvöldið. Ung
stúlka í ísl. þjóðbúningi — Fjallkonan —
flutti kvæði og héraðslæknir talaði við
börnin. Samkoman fór vel fram.
Héraðsþing.
Héraðssambandið Skarphéðinn.
Héraðsþing Héraðssambandsins Skarp-
héðins var haldið nokkru eftir áramótin.
Þingið var fjölsótt. Þar mættu þrír stjórn-
armeðlimir U.M.F.I. Sambandsstjóri U.M.
F.í. flutti ræðu og Stefán Ólafur Jónsson
sýndi skuggamyndir frá Vejleförinni.
Framkvæmdastjóri U.M.F.I. ræddi um
Skinfaxa o. fl. Þingið stóð yfir í tvo daga
og tók mörg merk mál til meðferðar. Sig-
urður Greipsson var endurkjörinn héraðs-
stjóri.
Ungmennasamband Kjalarnesþings.
Héraðsþing Ungmennasambands Kjalar-
nesþings var haldið í marz. Þingið var vel
sótt og mörg mál rædd. Þingið var boðið
til kaffiveizlu hjá f orsetahj ónunum á
Bessastöðum.
Framkvæmdastjóri U.M.F.Í. var gestur
þingsins og flutti kveðjur og þakkir. For-
maður U.M.S.K. er Páll Ólafsson í Braut-
arholti.
Ungmennasamband Eyjaf jarðar.
Héraðsþing Ungmennasambands Eyja-
fjarðar stóð yfir dagana 13.—15. apríl. Á
sunnudagskvöldið var fjölmennt hóf í til-
efni af 40 ára afmæli sambandsins. Fram-
kvæmdastjóri U.M.F.I. var gestur þingsins
og flutti ávarp og kveðjur á þinginu og í
hófinu og afhenti litla gjöf í tilefni af af-
mælinu. Á þinginu voru fulltrúar frá öllum
sambandsfélögum. Margar ræður voru
fluttar í hófinu af eldri og yngri forustu-
mönnum ungmennafélaganna. Hófið fór
fram með mestu prýði. Þess skal getið, að
margar vísur voru ortar undir kaffiborð-
um í Laugalandsskóla báða þingdagana.
Þingið og hófið fór fram í félagsheimilinu
Freyvangi. Formaður U.M.S.E. er Þórodd-
ur Jóhannsson, Akureyri.
Ungmennasamband Borgarf jarðar.
Héraðsþing Ungmennasambands Borg-
arfjarðar var haldið að Reykholti dagana
28. og 29. apríl. Þingið var vel sótt. Aðal-
mál þingsins var íþróttavöllur sambands-
ins, sem nú er langt kominn. 1 sambandi
við þingið var haldið hóf í tilefni af fimm-
tíu ára afmæli sambandsins. Framkvæmda-
stjóri U.M.F.I. var gestur þingsins. Hann
flutti ávarp í hófinu og afhenti áletraða
fánastöng að gjöf. Páll Blöndal, bóndi í
Stafholtsey, var heiðraður í hófinu. Hlaut
hann heiðursmerki U.M.S.B. fyrir mikið og
gott starf í þágu sambandsins. Héraðs-
stjóri U.M.S.B. var kosinn Þorsteinn Sig-
urðsson. Ragnar Olgeirsson baðst undan
endurkosningu.
Héraðssamband Suður-Þingeyinga.
Héraðsþing Héraðssambands Suður-
19
S K I N F A X I