Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1962, Side 20

Skinfaxi - 01.04.1962, Side 20
r ; ; ~ BJARNI M. GÍSLASON: V Q} ringjakveðja Ég heilsa þér, islenzka œska — frá útlegð við stormvakið haf. Og virðist þér varhygli söngsins sem vetrarins kaldhæðna skraf: Ég vildi þó vængur þinn lyfti þeim vorhug, sem ísland þér gaf. í hafróti hrynjandi borga oft horfði ég spurull á það, hvort þættistu þarlenzk i siðum og þeystir fáknum á stað. Vor djörfung er stundum drýldin - þess draums, sem er óslirifað blað. Ef niætti ég sannleikann segja um sorgleik hins eyðandi báls: Það les enginn likflóðsins rúnir, sem lifði það aðcins til hálfs. Þú átt að striða og starfa og stækka við arfleifðs þin sjálfs. Hvers vegna hótarðu i reiði og hrópar af trúlausri þurrð? Varstu ekki af svæflinum vakin og von þin um leikinn spurð? Heldurðu leitandans leiðir losni við klungur og urð? Heldurðu feðurnir horfnu þetr hafi átt léttara spil, og enginn með ósæla drauma eigrað við harðlokuð þil? Heldurðu hræsnin og lygin og hatrið fyrst nú sé til? Hvenær gafst œskunni áður sú auðlegð, sern skreytir þitt borð? Hvar eru för þinna fóta urn frostkalda hungurstorð? Heldurðu glapskulda gjöldin greiðist við háreystiorð? Láttu það hróftildur hrynja, sem hreykist með oflætisvör. Þú varst eliki felld i þá fjötra. sem framtak þitt læsti i kör. I svip þinna hliða og haga er hvarvetna sigrandi för. Þú átt ekki að endurtaka þá œðru, sem glæpahönd reit. Öll mœrðin, sem miklast og hrópar er máttstolin i sinni leit. Þitt kall er að vekja vonir og vordagsins fyrirheit. Þitt Ijóð á að glöggva uþp gullin, sem grafmyrkrið sltyggir á, að birta oss bænanna mildi og barnshjartans einföldu þrá. Þitt verk er að vekja og hækka vaxtarins klifandi tág. Þitt land hefur lögmál numið og lesið það örlaga blað, sem döggvaðist. dreyranum rauða, er dauðans nótt steðjaði að. Ef leitarðu rishárra rauna, þitt riki er á þeirn stað. Þú átt að sigla sjóinn á sökkvifyrnanna hyl, að fordæmi þinnar þjóðar, sem þoldi nornanna byl. / anda þess æskuhjarta, sem elskar að vera til. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.