Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1962, Blaðsíða 25
Frá setningu Laugamótsins. ungmennafélög hafa sína eigin skógrækt arreiti. Byrjað var að jafna land til leik- vangs í Þrastaskógi á samkomusvæðinu neðan við Tryggvatré. 22. sambandsþing U.M.F.I. var haldið að Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu dagana 28. og 29. júní 1961. Þingið var mjög vel sótt. Helztu mál þingsins voru íþróttamál, starfsíþróttir, bindindis- mál, skógræktarmál, félagsheimilin og rekstur þeirra og félagslegt uppeldi. Pét- ur Sigurðsson flutti erindi á þinginu og forseti I.S.I. ávarp. Leiksfcirf. Leikstarf var mikið á vegum ungmenna- félaganna víðs vegar um landið. Skrifstofa U.M.F.l. aðstoðaði félögin við útvegun leikrita o. fl. Örnefnasöfnun. Nokkur ungmennafélög unnu að ör- nefnasöfnun. Skinfaxi. Skinfaxi, tímarit sambandsins, kom út í tveimur heftum, en í einu lagi fyrir árið 1961. Upplagið var 1400 eintök. 1 rit- inu voru birtar greinar um félagsmál, íþróttir, menningar- og þjóðernismál, kvæði, fréttir frá ungmennafélögum, skák- þáttur o. fl. Árgangurinn kostaði kr. 30,00. Bindindismál. Félögin unnu að bindindismálum á sama hátt og áður. Þau kepptu að því að hafa samkomur sínar með sem mestum menn- ingarbrag. Nokkur fræðsla var veitt á veg- um ungmennafélaganna í ræðu og riti um skaðsemi áfengis og tóbaks. U.M.F.Í. er í Landssambandinu gegn áfengisbölinu. S K I N F A X I 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.