Skinfaxi - 01.04.1962, Side 30
Spjall um leiklist
Fáar þjóðir munu hafa meiri áhuga á
leiklist en Islendingar, um það vitnar ekki
aðeins ágæt aðsókn að tveimur leikhúsum
í Reykjavík, heldur einnig sá mikli fjöldi
sjónleikja, sem sýndur er víðs vegar um
landið af áhugamönnum. Það er mjög á-
nægjulegt að jafnmargir skuli leggja hönd
á plóginn á þessu sviði og raun ber vitni,
því fátt myndi þroska fólk meira en að
glíma við að skapa nýjar persónur og veita
þannig orðum höfunda líf, sem aðeins fæst
í sem fullkomnustum samleik eftir því sem
við á hverju sinni.
Ekki eru tök á í stuttu leikhússpjalli að
drepa á allt, sem sýnt var í leikhúsum höf-
uðstaðarins síðastliðið leikár, enda sumt
svo þekkt af öllum almenningi, að þess er
lítil þörf, eins og My Fair Lady og Skugga-
Sveinn.
Strompleiks Laxness hefur áður verið
getið í Skinfaxa, en síðar á leikárinu sýndi
Þjóðleikhúsið Gestagang Sigurðar Magn
ússonar. Efni leiksins er sótt í reykvískt
umhverfi. Aðalpersónurnar eru hjónin
Auður og Ólafur og læknaneminn Gunnar,
sem heldur við Auði. Við þekkjum allt
þetta fólk mjög vel. Auður er ósköp venju-
leg reykvísk kona, sem alin hefur verið
upp í góðum efnum og aldrei þurft neitt
fyrir lífinu að hafa. Eins og margar ungar
stúlkur í höfuðstaðnum gera giftist hún
manni, sem hún telur að geti veitt henni
öryggi, ekki vegna þess að hún elski hann.
Nýtízku heimilistæki veita henni nægan
tíma til að njóta ástríðufullra atlota
læknanemans, sem auk hennar nýtur blíðu
skólatelpu innan tvítugs, sem einnig er
mjög líkleg mynd úr veruleikanum.
Eiginmaðurinn ólafur er ekkert nema
góðmennskan og trúgirnin, sem hefur
elskhuga konunnar sinnar að heimilisvini
ásamt öðrum unglingi, sem allt veit, en á
allt ógert og hefst ekki handa um neitt.
Það sem kemur leikhúsgestum á óvart
er þegar þetta reykvíska umhverfi breyt-
ist allt í einu í leiksvið, en sennilega verð-
ur mönnum það minnisstæðara fyrir vik-
ið. Leikendur Þjóðleikhússins hafa oft
gert betur en í þessu leikriti og leikstjórn-
in var eitthvað slöpp.
Þeir, sem bezt fylgjast með leikritagerð,
hljóta að hafa veitt því ahygli, að leikrita-
höfundar vega æ beinna að neikvæðum
þáttum í sálarlífi manna. Tvöfeldni, undir-
ferli, fals, hræsni og aðrir neikvæðir eig-
inleikar hljóta miskunnarlausa gagnrýni
nútíma leikritahöfunda. Vera má að í
þessu felist tilraun til að lyfta siðferðilegri
þróun mannkynsins á hærra stig. Allir
vita að tæknin hefur unnið stórsigra á
undanförnum öldum, áratugum og jafnvel
árum. Drengskapur mannsins virðist hins
vegar ekki öllu þróaðri en hann var t. d.
þegar ísland byggðist. Hvar er t. d. að
finna í íslenzkum bókmenntum meira
mannvit, drengskap og hreinskilni en í
Hávamálum ?
Einn þeirra höfunda, sem ekki vegur
neitt vægilega að því neikvæða hjá mann-
inum er Harold Pinter. Leikrit hans, Hús-
vörðurinn, var mesta snilldarverkið, sem
íslenzkum leikhúsgestum gafst kostur á
að sjá síðastliðið leikár og bæði leikstjórn
og leikur var með ágætum.
1 Húsverðinum eru aðeins þrjár per-
sónur. Tveir bræður, Mick, sem leikinn
var af Bessa Bjarnasyni og Aston, leikinn
af Gunnari Eyjólfssyni. Þriðja persóna
30
SKIN FAX I