Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1962, Síða 31

Skinfaxi - 01.04.1962, Síða 31
leiksins er flækingurinn Davies, leikinn af Vali Gíslasyni. Leikurinn gerist í einu herbergi í Lond- on. Draumhuginn Aston kemur inn með flækinginn, sem hann hefur bjargað úr átökum við Skota. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það, hvers konar menn hér eru á ferð. Ungi maðurinn ber þess merki, að hugur hans er ekki með öllu heill. Iíreyfingarnar eru of settlegar, þagnirnar of langar og orðin of yfirveguð til þess að um algerlega heilbrigðan mann geti verið að ræða. Brátt kemur í ljós, að Aston hefur verið á hæli og reynt hefur verið að lækna hann með raflosti. Þetta síhugsandi góðmenni er nú á vegum at- liafnamannsins bróður síns, sem gerir það sem hann getur til þess að koma honum í gang við eitthvert verk, en gengur það illa. Gunnar Eyjólfsson lék þetta erfiða hlut- verk með afbrigðum vel. Svo eðlilegur og sterkur var leikur hans, að strax þegar hann kom inn í herbergið mátti ljóst vera að geð hans var sjúkt og hvaða tegund geðsjúkdóms var um að ræða. Flækingurinn ber öll einkenni hins vol- aða og vansæla manns, sem alltaf er reiðu- búinn til að klóra í bakkann á annarra kostnað. Þegar hann minnist á fortíðina eru allir sekir nema hann. Allt, sem öfugt hefur gengið í þessu lífi er öðrum að kenna. Þegar óánægjan fer að segja til sín í vistinni hjá bræðrunum reynir hann að rægja þá hvorn við annan. Jafnframt er hann reiðubúinn að slá þeim gullhamra á víxl ef hann heldur að hann bæti afstöðu sína með því. Ef hann hefði ekki verið eins skítugur og illa klæddur og raun ber vitni hefði hann verið dæmigerður hermangari, sem alltaf er reiðubúinn að fylgja þeirri þjóð, sem hernemur föðurland hans og ganga á mála hjá þeim stjórnmálaflokki, sem fer með völdin hverju sinni. Vaiur Gíslason hélt upp á sextugsafmæli sitt í þessu leikriti og má með sanni segja, að honum hafi ekki förlast við að hefja nýjan tug. Með túlkun sinni á flækingnum Davies bætti Valur miklum og glæsilegum leiksigri við sinn ágæta leikferil. Aðeins sannur og ágætur maður myndi hafa á valdi sínu að túlka sorann í mannlífinu eins meistaralega og hann hefur gert. Hlutverk Bessa Bjarnasonar veitti ekki tækifæri til eins mikilla átaka og hin tvö, en hann var eini heilbrigði maðurinn í leiknum, en áhyggjufyllri en almennt er um menn á hans aldri. Ekki þarf mikinn útbúnað til þess að setja Húsvörðinn á svið og ætti hann því að sjást víðar en í Þjóðleikhúsinu, þar sem leikritið gleymdist að nokkru leyti sökum hinnar flámæltu sönggyðju, sem marga hefur glatt með söng sínum að undan- förnu. Leikfélag Iteykjavíkur réðst í það stór- virki á síðastliðnu leikári að sýna Kvik- sand, sem fjallar um ógnir eiturlyf janotk- unar. Aðalpersónur eru ung hjón, sem eiga von á erfingja og bróðir mannsins. Bræðurnir höfðu misst móður sína korn- ungir og voru aldir upp á uppeldisstofnun. Eldri bróðirinn varð þar að auki fyrir ein- hverjum skakkaföllum í stríðinu. Þessi maður er eiturlyfjaneytandinn Jonni Pope, sem Steindór Hjörleifsson gerði eftir- minnilegan með sterkum en ekki alltaf að sama skapi sannfærandi leik. Bezt tókst Steindóri að leika Pope í æðisköstunum. Mátti segja að gustur af ofboðslegum s K l N F A x i 31

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.