Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 2
U.S.A.H. 1912-1962 FYRSTU RÆTUR — FRUMGRÖÐUR Allar kristnar þjóðir kvöddu nítjándu öldina og fögnuðu nýjum valdhafa í ríki tímans á hátíðlegan hátt. Islenzka þjóðin hafði og alveg sérstaka ástæðu til að búast hátíðarskrúða á þess- um tímamótum. Síðan fyrsti stórsigur vannst í frelsis- baráttunni árið 1874, hafði mikil þróun orðið á öllum sviðum þjóðlífsins, hæg en markviss. Þó harðindi krepptu að á níunda tug liðinnar aldar, margir hnigu í valinn fyrir sigð dauðans, er farsótt herjaði land- ið, og margir vaskir synir og dætur þjóð- arinnar misstu kjark og flyttu úr landi í aðra heimsálfu, þá lamaðist endurreisnar- hugur þjóðarinnar ekki verulega. Vor þjóðlífsins var komið, aðeins hretasamt eins og íslenzku vorin eru svo oft. Brátt skein sólin aftur í heiði, og gróandinn magnaðist við nærandi lífgeisla. Nokkur höfuðskáld þjóðarinnar hylltu nýju öldina með dýrðlegum lofsöngvum. „öld, kom sem bragur með lyftandi lag / og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag.“ Aldamótakvæðin voru ljósbylgjur háleitra hugsjóna, hergöngulag samstilltrar þjóð- ar, er sótti fram til fulls sjálfstæðis með rök sögunnar að vopni. Undir fána jafn- réttis og bræðralags vildi þjóðin sækja fram á alhliða þroskabraut. Áhrif aldamótakvæðanna á allra hugi, og þó sérstaklega æskumanna, eru ómæl- anleg. Þau voru lesin og lærð á hverju heimili. Sagt er, að sanntrúað fólk í páp- ískum sið hafi lært „Lilju“ Eysteins munks og farið með kvæðið einu sinni í viku og sumir daglega, sér til sálubótar. Æsku- menn aldamótanna gerðu slíkt hið sama með lofsöngva þess tíma. Við hlið hinna fegurstu sálma voru aldamótakvæðin trú- arljóð íslenzkrar æsku. Margur unglingur steig þá á stokk og strengdi þess heit að helga ættjörðinni líf sitt, gáfur og krafta. Á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar voru stofnuð ýmis félög til eflingar at- vinnuvegum landsins og bættra viðskipta- hátta. Bókmenntafélög og önnur menning- arsamtök færðust í aukana. En um og eft- ir aldamótin bætast litauðugir þræðir í voðina. Á þeim árum koma til sögunnar ný fé- lög, er ekki takmörkuðust af einstökum starfsgreinum þjóðfélagsins. Fjölmennust þeirra voru málfundafélögin, sem störfuðu um skeið í flestum byggðarlögum landsins. Þá voru og víða stofnuð kvenréttindafélög og bindindisfélög. Áttu öll þessi samtök samleið um margt, sem til menningar horfði. I málfundafélögunum voru æskumenn í miklum meirihluta. En margir miðaldra menn, og jafnvel aldraðir, voru og virkir þátttakendur enda hrifnir af hugsjónum þeirra tíma. Aðalmarkmið félaganna var, eins og nafnið bendir til, að þjálfa unga menn í að

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.