Skinfaxi - 01.04.1963, Page 6
húsið. Voru þau mörgum Húnvetningum
að góðu kunn.
Níu félög sendu fulltrúa á fundinn. Mál-
fundafélagið Fjólan hafði helzt úr lestinni,
en skarðið fyllti Bindindisfélagið Viljinn í
Torfalækjarhreppi. Fjólan kemur síðan
ekki meira við sögu.
Þessir fulltrúar sátu fundinn: Jón
Pálmason, Guðmann Helgason, Hafsteinn
Pétursson, Tryggvi Jónasson, Jón Guð-
mundsson, Guðmundur Frímannsson, Páll
Jónsson, Þorsteinn Bjarnason, Magnús
Björnsson, Steingrímur Davíðsson, Jónas
Bjömsson, Magnús Jónsson, Ingibjörg
Benediktsdóttir, Rannveig Stefánsdóttir,
Níels Jónsson, Sigvaldi Sveinsson, Guðrún
Teitsdóttir, Sigtryggur Benediktsson.
Yms félög sendu breytingartillögur við
frumvarpið, er ræða skyldi, og voru sumar
þeirra að dómi ýmsra fulltrúanna allmik-
ilvægar. Fundurinn kaus þriggja manna
nefnd til að samræma tillögurnar og fella
þær inn í frumvarpið, ef rétt þætti. Var
gefið fundarhlé meðan nefndin starfaði.
Er aftur var gengið til dagskrár, lagði
nefndin fram nýtt frumvarp að lögum fyr-
ir sambandið. Var frumvarp það að veru-
legu leyti frábrugðið því, er nefndin fékk í
hendur.
Frumvarp nefndarinnar var lengi rætt
af miklum hita. Sumir fulltrúarnir víttu
nefndina harðlega fyrir að fara út fyrir
verksvið sitt með því að varpa frumvarp-
inu frá 10. febrúar fyrir borð. Atkvæði um
frumvarp nefndarinnar féllu þannig, að
fyrst var hver einstök grein samþykkt
með eins atkvæðis meirihluta, en er leitað
var atkvæða um frumvarpið í heild var það
fellt með 10:8 atkvæðum. Þessi einkenni-
6
lega niðurstaða atkvæðagreiðslunnar kom
fundinum á óvart og vakti svo mikla
beiskju sumra fulltrúanna, að fimm af
fylgismönnum nefndarfrumvarpsins gengu
af fundi. Var þessi fyrsta ganga að sumra
sögn illur fyrirboði og vafalaust bar
skugga í bili á glæstar vonir. En þrátt
fyrir válegar forspár létu fulltrúarnir, sem
eftir sátu, ekki bugast, en héldu ótrauðir
áfram að ræða þetta breytta viðhorf. Eftir
litla stund var ákveðið fundarhlé og sezt
að kaffiborði. Yfir rjúkandi kaffinu var
rabbað um daginn og veginn. Og er fund-
arstörf hófust að nýju, sá þess engan vott,
að nýafstaðnar erjur og brotthvarf nokk-
urra fulltrúa skyggðu á hugsjónamálin.
Var þá fyrra frumvarpið tekið til umræðu
og samþykkt einróma með örlitlum breyt-
ingum.
Fyrstu lög sambandsins voru fábrotin
og einföld í sniðum, enda ætlað að vera
samnefnari félaga af ýmsri gerð, og sem
hvert fór sína leið, þó höfuðmarkmið fé-
lagsstarfsins væri á svipuðu sviði.
Fyrstu þrjár greinar sambandslaganna
eru svohljóðandi:
1. gr. — Félagið heitir Sambandsfélag
Austur-Húnavatnssýslu. Síðan var sam-
bandið kallað Sambandsungmennafélag
Austur-Húnavatnssýslu, S.U.A.H. og enn
síðar breytt í U.S.A.H.
2. gr. — Markmið sambandsins er að
efla samvinnu milli félaga í Austur-Húna-
vatnssýslu.
3. gr. — Tilgangi sínum hyggst sam-
bandsfélagið ná með því að halda tvo full-
trúafundi ár hvert til þess að ræða áhuga-
mál sín.
Á stofnfundinum voru rædd auk þessa
nokkur mál. Helzt þeirra voru: unglinga-
SKINFAXi