Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 9
Héraðsmót
var fyrst haldið á vegum sambandsins
vorið 1913. Aðalmótið fór fram á Háu-
brekku, skammt sunnan við Blönduóskaup-
tún. Var gerður þar mikill timburpallur.
Formaður sambandsins, Jón Pálmason,
setti mótið og flutti ávarp. Formaður
mótsnefndarinnar, Þorsteinn Bjarnason,
ávarpaði samkomuna, bauð íþróttamenn-
ina sérstaklega velkomna, enda væri þessi
samkoma fyrst og fremst íþróttamót og
til hennar efnt í því skyni að vekja íþrótta-
áhuga ungra manna. Þessu næst gengu
átta vasklegir menn inn á pallinn og hugð-
ust þeir keppa í íslenzkri glímu. Keppend-
ur höfðu flestir hitzt nokkrum sinnum áð-
ur á glímuvelli, en nú var glímuskjálfti
áberandi í sumum þeirra, enda síðar viður-
kennt af þeim sjálfum, að svo hafi verið.
Fyrstu verðlaun hlaut Runólfur Björns-
son frá Kornsá, en önnur verðlaun Hjálmar
Þorsteinsson, nú bóndi á Hofi á Kjalar-
nesi. Á mótinu fór og fram keppni í stökki,
hlaupi og sundi. Sundið var þreytt í
Blönduósi. Er straumur þar nokkur og
vatnið mjög kalt, því að köld norðangola
var á. Enda fengust fáir til þátttöku. Ekki
hafði unnizt tími til að láta gera verð-
launapeninga eða aðra gripi áður en mótið
var haldið. Voru verðlaunin því venjuleg
gjaldmynt. Fyrstu og önnur verðlaun voru
veitt í öllum íþróttum, sem keppt var í.
Ekki var notaður tímamælir og engin met
sett, en þeir tveir fræknustu í hverri
íþróttagrein hlutu verðlaunin.
Kappreiðar voru háðar á mótinu. Hafa
Húnvetningar lengi átt góð reiðhestakyn
og alið upp margan kostagæðing, enda
sjálfir kunnað vel með þá að fara.
Hve margir tóku þátt í kappreiðunum á
Blönduósi 1913 er ekki kunnugt, en mikinn
hóp góðhesta var þar að sjá. Og margur
vaskur knapi þeysti á háreistum gæðingi
um skeiðvöllinn þann dag, er var „kóngur
um stund, kórónulaus átti hann ríki og
álfur“.
Eftir þetta voru kappreiðar fastur liður
á héraðsmótum í Húnavatnssýslu, allt
fram um 1930. Keppt var í stökki og
skeiði, en fyrir korn, að veitt væri einnig
verðlaun fyrir tölt.
Verðlaun fyrir afrek gæðinganna voru
silfurbúnar svipur áletraðai'. Voru það
fyrstu verðlaun, en önnur silfurpeningur.
Þótti sumum svipur ekki smekkleg verð-
laun, en þess er þó að gæta, að hestamenn
sóttust eftir slíkum gripum sem skrautleg-
ustum, og báru sem einkennis- og tignar-
merki.
Iþróttir
voru jafnan meginþættir héraðsmótanna.
En þátttaka í iþróttum byggðist nær ein-
vörðungu á íþróttastarfsemi sambands-
deildanna. Islenzka glíman var fyrst lengi
höfuðíþróttin, en síðar hvarf hún í skugga
annarra, sem almennara voru þreyttar.
Keppt var þegar á fyrsta héraðsmótinu í
hlaupi og hástökki. Fleiri tegundir stökka
voru og brátt æfð, og í þeim keppt. Þá var
spjótkast og kúluvarp allmikið iðkað. Eft-
ir að farið var að æfa knattspyrnu í félög-
unum varð hún sjálfsagður þáttur á hér-
aðsmótunum.
Á hverju héraðsþingi voru íþróttamálin
rædd, margar ályktanir samþykktar þeim
til stuðnings og brýnt fyrir félögum, að
stunda þær eftir beztu getu.
Húnvetningar hafa aldrei stundað skíða-
göngu svo teljandi sé og enn síður æft í
S K I N F A X I
9