Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 11
laug að Reykjum á næsta vori. Um vorið var laug-in endurbætt sem áætlað hafði verið. Fór sundkennsla síðan fram við laugina flest vor. En laugin var ófullkomin, og dró það nokkuð úr aðsókn. Á sambandsþingi 1917 var því hreyft, að steypa sundlaugina og gera svo full- komna, er bezt þekktist á þeim tíma. Næsta ár var Jóh. Kristjánsson byggingameistari fenginn til að skoða laugina og var honum falið að gera teikningar af nýrri sundlaug. Þessum undirbúningi var ekki lokið fyrr en seint á árinu 1920, en þá var verðhrunið skollið yfir. Biðu því framkvæmdir til árs- ins 1924. Þá var byggð sundlaug úr stein- steypu (veggir og botn) 20x10 metrar. Heitt og kalt vatn var leitt til laugarinnar í járnpípum. Kostaði laugin þannig gerð h. u. b. átta þúsund krónur. Má gera sér Ijóst, hve stór þessi upphæð var, ef miðað er við kaupgjald, sem þá var 45 til 50 aur- ar á klukkustund. Upphaflega var ákveðið að byggja yfir hálfa laugina, svo að kenna mætti sund á vetrum. Vegna fjárhagserfiðleika varð að fresta þeim framkvæmdum og varð aldrei gert. Svo fór einnig með skýli fyrir nem- endur, að þau voru ekki byggð sem verða átti, aðeins lélegur skúr, enda notuð tjöld í stað skýlanna. Sundlaugin þjónar ennþá sínu hlutverki. En ráðgert er, að byggja nýja sundlaug, þá er sá gamli draumur rætist, að skólahús rísi að Reykjum. Páll Kristjánsson bóndi á Reykjum er sá, sem lengst hefur kennt þar sund eða um tuttugu ára skeið. Byrjaði hann kennslu 1918. Páll nam fyrst sund heima að Reykjum, en fór síðan til Reykjavíkur til framhaldsnáms. Gekk hann þar og á Mullersskólann og lærði Mullerskerfið. Kenndi hann það sundnemendum eftir því, sem til vannst, og þótti vel gefast. Fræðslumálin voru jafnan í fyrstu röð dagskrármála S.U.A.H. Á stofnfundi er þegar bent á nauðsyn þess, að samtökin hlutist til um, að ungu fólki sé leiðbeint um val bóka, fé- lögin hvött til að efla lestrafélög í sveitum, og bægja frá því bókarusli, sem þá var að koma á markaðinn. Rætt var um, að sam- bandið gæfi út blað, m. a. til að leiðbeina um bókaval. Úr því varð ekki, en ýmis fé- lög innan sambandsins gáfu út félagsblað. Þess er áður getið, að S.U.A.H. réði Guð- mund Hjaltason til að ferðast milli sam- bandsdeildanna og flytja erindi. Ilann ferð- aðist og síðar í sömu erindum um félags- svæðið. Ýmsa aðra áhugamenn fékk sambandið til að flytja fræðandi erindi á fundum og samkomum, er félögin efndu til. En stærsta hugsjónamálið í þessari grein var að reisa héraðsskóla — lýðskóla á Reykj- um. Málinu var hreyft af St. D. á þingi S.U.A.H. árið 1926. Málið var síðan tekið til umræðu og ályktanir um það gerðar á þingunum árin 1928 til 1930. Var í fyrstu leitað samstarfs um skólann við Vestur- Húnvetninga, en samvinna tókst ekki af þeim sökum, að þeir höfðu þegar tryggt sér ríkisframlag til að reisa lýðskóla á Reykjatanga í samvinnu við Strandamenn. Var þá leitað samvinnu við Skagfirðinga um héraðsskóla, er reistur yrði annaðhvort á Reykjum eða í Varmahlíð. Var því vel tekið af Skagfirðingum. En af einhverjum ástæðum dró byr úr áhuga þeirra og hafa engar framkvæmdir orðið. Án samtaka tveggja eða fleiri héraða var málið von- 1 1 3KINPAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.