Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 12
laust. Þegar þetta er ritað, er þó enn í von-
um, að hugsjónin um skóla á Reykjum
rætist innan tíðar, þó ekki verði héraðs-
skóli, slíkur er fyrst var um rætt.
Skógrækt
var oft á dagskrá héraðsþinganna og fund-
um sambandsdeildanna. Ein aðalorsök
þess, hve lítið varð úr framkvæmdum, var
skortur á trjáplöntum. Að tilhlutan sam-
takanna voru trjáplöntur gróðursettar í
skrúðgörðum heimilanna.
Heimilisiðnað
reyndu samtökin að efla með því að veita
styrk til námskeiða í heimilisiðnaði á sam-
bandssvæðinu og fá til færa kennara. Upp-
drætti fyrir útskurð og vefnað keypti sam-
bandið til notkunar á námskeiðum og heim-
ilum.
Barnagarðar.
Á héraðsþinginu 1925 var einróma gerð
svofelld álytkun. „Þingið skorar á fulltrú-
ana, sem hér eru mættir og stjóm S.U.A.H.
að beita sér fyrir að komið verði upp vel
girtum barnagarði á sem flestum heimil-
um á sambandssvæðinu, sem börn og ung-
lingar hafi til umráða. I þeim garði skal
hvert barn eða unglingur hafa sinn sér-
staka reit til ræktunar og hirðingar. Þar
skal rækta eftir vild nytja- eða skrúðjurt-
ir. Sambandsfélögin skulu láta heimilunum
í té alla aðstoð, sem þeim er unnt, svo sem
með val á garðstæði, útvegun útsæðis,
fræs og jurta. Skulu stjórnir sambands-
deildanna sjá um, að börnin geti komið
því, sem þau framleiða, í verð.“
Augljóst var uppeldisgildi þessarar
starfsemi. Stjórnir deildanna brugðust líka
vel við. Á mörgum heimilum voru barna-
garðar starfræktir um langt árabil.
Mörg önnur þjóðnytjamál höfðu héraðs-
þingin til umræðu og meðferðar á einn og
annan hátt. Svo sem öll samtök umf. í land-
inu, lét sambandið sér ekkert óviðkomandi,
er til þjóðþrifa horfði og viðráðanlegt var
til nokkurrar úrlausnar, eða til ábendingar,
styrktar og uppörvunar þeim aðilum, sem
voru hinir réttu gerendur málanna.
Mannréttindi og alhliða mannrækt voru
efst á baugi umf. í heild, og var S.U.A.H.
þar ekki undanþegið.
Þó æskulýðsfélögin og samband þeirra
störfuðu utan við pólitískan vettvang
stjórnmálaflokkanna og vöruðust dyggi-
lega sem þeim bar, að menga starf sitt og
samþykktir af flokksstreitu, þá létu þau
stjórnmálin sig miklu skipta.
Á uppvaxtarárum félaganna og héraðs-
sambandsins stóð sem harðast sóknin í
sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Svall þá
æskumönnum móður og vildu ekki láta sitt
rúm óskipað. Frjálsir og djarfir fylktu
æskumennirnir liði undir félagsmerki sínu
og fylgdu þeim fast að málum, sem fremst-
ir fóru. Þegar Stúdentafélag Reykjavíkur,
með öflugum stuðningi U.M.F.I., hafði
hlotið nær einróma samþykki þjóðarinnar
um fánagerðina, brugðu umf. fljótt við,
létu gera fána og drógu hann að hún. Þeg-
ar fregnir bárust um fánatökuna á Reykja-
víkurhöfn 12. júní 1918, hljóp mörgum
æskumönnum kapp í kinn. Eðlilega voru
það stúdentar og ungmennafélögin í
Reykjavík, er á þeim vettvangi sýndu of-
beldinu skeleggasta mótspyrnu, en þeir
áttu líka óskipta samúð og samstarfsvilja
þjóðarinnar og ekki sízt umf. um allt land.
Þó ekki væri stigið lokaskrefið með
12
S K I N F A X I