Skinfaxi - 01.04.1963, Page 13
staðfestingu fánalaganna árið 1918, þar
sem aðeins var um staðarfána að ræða, var
fögnuður æskulýðsfélaganna sem annarra
óblandinn. Fáir efuðust um fullnaðarsigur
í fyllingu tímans.
Þegar talin eru stefnumál umf. og sam-
taka þeirra í einu héraði landsins og starfs-
saga þeirra að nokkru rakin, hlýtur hún í
höfuðdráttum að bera svip frásagnar af
starfsemi ungmennafél. almennt í öðrum
landshlutum. Stefnuskrá þeirra allra er
hin sama, hugsjónamálin þau sömu, hvort
sem um er að ræða alkunn umbótamál at-
vinnuveganna og önnur hliðstæð efni, efl-
ingu einstaklingsþroska eða frelsisskrá
þjóðarinnar. Og því bregður svipmynd
heildarinnar oftar fyrir á þessum sagna-
blöðum en ella væri.
Stjórnarskrárbreytingin, er staðfest var
árið 1915 og sem m. a. rýmkaði mjög rétt-
indi kvenna, vakti óskiptan fögnuð félaga
í S.U.A.H. Hafði sambandið haft málið til
meðferðar og stutt eftir beztu getu. Þó að
engra mikilla afreka félagasamtakanna sé
að minnast frá fyrri starfstíma S.U.A.H.,
hafa þau samt mörgum góðum málum þok-
að áleiðis eins og saga þeirra vitnar. Það
tekur oft áratugi að brjóta landið og bæta
svo jarðveginn, að hann verði hæfur fyrir
viðkvæman, kröfuríkan gróður. Svo er það
einnig um mannlega tilveru.
Því hefur áður lýst verið, að hret og
harðviðri gengu yfir félagsmálasviðið á
þessu tímabili. En má vera, að afköst og
uppskera hafi orðið minni en ella, vegna
þess að félögin voru lengst af tímabilsins
ekki öll undir sama merki, merki umf., þó
að aldrei gætti þess verulega í samstarfinu.
En þrátt fyrir að glæstar vonir brygðust
að nokkru, er þó víst, að á þessu tímabili
tókst að undirbúa jarðveginn og sá til þess
gróðurs, sem vaxa skyldi, er vorsólin skini
á ný í heiði.
NYTT GRÓSKURlKT TlMABIL
1938—1962
Er líða tók á f j órða tug aldarinnar, vakn-
aði á ný vorhugur umf. í héraðinu. Ný fé-
lög voru stofnuð og flest þeirra eldri end-
urvakin. Þótti þá gömlum ungmennafélög-
um, sem aldrei höfðu misst vonina um
bjartari og betri daga, tími hentugur að
endurreisa Samband umf. Austur-Húna-
vatnssýslu.
Að tilhlutan Kennarafél. Austur-Húna-
vatnssýslu var öllum æskulýðsfélögum í
sýslunni sent bréf og þeim boðið að senda
fulltrúa á fund á Blönduósi þann 26. fe-
brúar 1938. Átti sá fundur að undirbúa
framtíðar-samstarf félaganna og, ef sam-
komulag næðist, kjósa nefnd til að endur-
skoða lög S.U.A.H. og boða síðan fund að
nýju. Skyldi þar staðfesta lagabreytingar,
er kynnu að vera gerðar og kjósa nýja
stjórn S.U.A.H.
Á fundinum mættu fulltrúar frá:
Umf. Fram, Skagaströnd,
— Vorboðinn, Langadal,
— Vorblær, Höskuldsstaðasókn,
— Iivöt, Blönduósi,
— Bólhlíðinga,
— Vatnsdælinga,
— Þingbúa.
Fundurinn samþykkti einróma að end-
urreisa sambandið og hvetja öll umf. í hér-
aðinu til félagslegrar þátttöku í samband-
inu.
Kosnir voru til að endurskoða lög S.U.
A.H. Halldór Jónsson, Bjarni Ó. Frímanns-
son og Steingrímur Davíðsson. Var þeim
S K I N F A X I
13