Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 14
og falið að boða næsta fund, er henta
þætti.
Nefndin boðaði til þings síðar á vetrin-
um 1938. Voru hin endurskoðuðu lög sam-
þykkt og stjórn kosin, sem starfaði til
næsta reglulegs héraðsþings.
Kosnir voru: Halldór Jónsson, Sigurður
Bjömsson og Steingrímur Davíðsson.
Yms framtíðarmál voru rædd á þing-
inu, þó að ekki verði þeirra getið hér.
Næsta reglulegt héraðsþing var háð á
Blönduósi 13. maí 1939. Form. sambands-
ins, Halldór Jónsson, setti þingið. Sjö umf.
sendu fulltrúa, en ekki er þó ljóst, hvort
þau voru öll skráð reglulegir meðlimir sam-
bandsins.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa tók
þingið til meðferðar önnur mál. Helzt
þeirra voru: Sundlaugin á Reykjum og
sundkennsla þar. Samþ. var að fela stjórn
S.U.A.H. að hlutast til um bætta aðstöðu
á Reykjum til sundnáms og iðkunar ann-
arra íþrótta. Skógrækt taldi þingið nauð-
synlegt að styðja og samþykkti að láta at-
huga, hvar í héraðinu leyndust skógarleifar
og hvort tiltækilegt þætti að friða þær.
Bindindismál voru mikið rædd og skorað
á sambandsdeildirnar að vinna markvisst
að bindindissemi allra félagsmanna, þó
einkum unglinga. Enn var bindindismálið
rætt á héraðsþingi árið 1940 og var svipuð
tillaga samþykkt, en þar segir m. a. „að
hefja skuli baráttu fyrir algjöru bindindi
allra umf.“ og „unz því verði fram komið,
þá gildi algjört bindindi á fundum og sam-
komum félaganna“. Tillagan var samþykkt
með tíu greiddum atkvæðum, en átján full-
trúar sátu fundinn.
Héraðsþingið 1940 tekur algjört upp
þráðinn frá þingum sambandsins fyrir
1930. Auk bindindismálsins var ákveðið,
að undirbúa árleg héraðsmót, þar sem fjöl-
breyttar íþróttir skipuðu rúman sess,
ásamt margs konar öðrum þjóðlegum
skemmtunum. Þá var rætt um sund-
kennslu á Reykjum, verndun skógarleifa,
fjölgun skrúðgarða á heimilum, kynningu
sambandsdeildanna, sambandsmálið og
þegnskylduvinnu. En Steingrímur Davíðs-
son hafði flutt erindi um málið á þinginu.
Um öll þessi málefni voru ályktanir gerð-
ar, sem samþykktar voru einróma.
Þingið sátu fulltrúar frá fimm félögum,
en sex eru talin í sambandinu. 1 samband-
inu voru í árslok 1939, skv. ársskýrslu
S.U.A.H., sex ungmennafélög:
Umf. Vatnsdælinga með 50 félaga
— Þingbúa — 56 —
— Bólstaðarhlíðarhr. — 31 —
— Vorboðinn — 23 —
— Vorblær — 46 —
— Fram — 32 —
Samt. 238 félagar
Eignir Umf. Vatnsdæla .... kr. 6169,00
— — Þingbúa .... — 1084,00
— — Bólstaðarhlíðar — 250,00
— — Vorboðinn .... — 475,00
— — Vorblær .... — 116,00
— — Fram ........... — 1297,00
og eignir félaganna alls kr. 9391,00
Tíu árum áður voru líka sex félög í S.U.
A.H., er töldu alls 120 félagsmenn.
Eftir árið 1940 fór fjárhagur þjóðar-
innar ört batnandi. Framkvæmdaþrá henn-
ar og verkmenning óx hröðum skrefum.
Við hitaskin hækkandi sólar óx samtökum
umf. í Húnavatnssýslu ásmegin svo sem
um allt land. Framundan blasti við bjart
starfssvið. Hugsjónirnar, sem um stund
höfðu blundað, bærðu á sér á ný og hlutu
14
SKINFAXI