Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 19
urðsson í langstökki og Úlfar Björnsson í
kúluvarpi.
Á landsmóti U.M.F.Í., sem haldið var á
Þingvöllum 29. og 30. júlí 1957, vann sveit
U.S.A.H. 4x100 m. boðhl. 1 sveitinni voru:
Sigurður Sigurðsson, Sigurgeir Stein-
grímsson, Hörður Lárusson, Pálmi Jóns-
son. Sama ár varð Úlfar Björnsson Norð-
urlandsmeistari í kúluvarpi. Á meistara-
móti Norðurlands 1958 urðu sigurvegarar
í þrístökki og kúluvarpi þeir Sigurður
Sigurðsson og Úlfar Björnsson. Á lands-
móti U.M.F.Í. 1961 að Laugum hlaut Guðl.
Steingrímsdóttir bikar fyrir flest stig í
kvennagreinum. Á kvennameistaramóti ís-
lands 1961 varð Guðlaug Steingrímsdóttir
íslandsmeistari í 100 m hlaupi.
Á Laugum sama ár 12. og 13. ágúst varð
Guðlaug Norðurlandameistari í 100 metra
hlaupi.
Á landsmótinu að Laugum 1. og 2. júlí
1961 vann U.S.A.H. 4x100 m boðhlaup
kvenna. Sveitina skipuðu: Ásta Karlsdótt-
ir, Margrét Sveinbergsdóttir, Guðlaug
Steingrímsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir.
Á Laugamótinu varð Valdimar Steingríms-
son Norðurlandameistari í 200 m hlaupi.
Á kvennameistaramóti á Akureyri 1. og
2. sept. 1962 varð Guðl. Steingrímsdóttir
Islandsmeistari í 100 m og 200 m hlaupi og
sama ár varð hún Norðurlandsmeistari í
200 metra hlaupi á 27,7 sek., sem er
jafnt gildandi Isl.meti.
Danmerkurferð.
Árið 1961 sendi U.M.F.Í. fjölmenna sveit
íþróttamanna til Danmerkur, til keppni í
frjálsum íþróttum. Frá U.S.A.H. voru vald-
ar til fararinnar: Guðl. Steingrímsdóttir,
Margrét Iiafsteinsdóttir, Ásta Karlsdóttir
Frá keppnisferðalagi U.M.F.Í. til Danmerkur 1961.
Boðhlaupssveitin, sem setti íslandsmet í 5X80 m
boðhl. Fx-á vinstri: Ásta Karlsdóttir (USAH), Mar-
grét Hafsteinsd. (USAH), Margrét Sveinbergsd.
(USAH), Helga ívarsd. (HSK) og Guðlaug Stein-
grímsd. (USAH).
og Margrét Sveinbergsdóttir, sem kepptu
í kvennagreinum. Þá fór og Valdim. Stein-
grímsson, er keppti í 100 m hlaupi og boð-
hlaupi. í förinni setti Guðlaug Steingríms-
dóttir nýtt U.S.A.H. met í 80 metra hlaupi
og náði beztum árangri í 100 metra, og
200 metra hlaupi.
Mótið fór fram í Vejle 22. til 26. júlí.
Lofaði íþróttafólkið fararstjórn og móttök-
ur í Danmörku.
íþróttastarfið heima.
Svo sem ljóst má vera, hefur U.S.A.H.
og sambandsdeildir þess unnið mikið og
fórnfúst starf að íþróttamálum á sl. ára-
tugum og ekkert til sparað að árangur
næðist sem beztur. Hér verður starfsem-
inni þó ekki lýst, nema hvað fram kemur
S K I N F A X I
19