Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 20
Guðlaug Steingrímsdóttir.
í örstuttu ágripi af sögu sambandsdeild-
anna og sjá má af afrekaskrá U.S.A.H.
Andlegar íþróttir.
Hér fyrr í söguágripi S.U.A.H. og U.S.
A.H. er nokkuð getið ýmissa andlegra
íþrótta og verður því látið nægja að geta
einnar enn, sem ekki er áður nefnd.
Skákkeppni.
U.S.A.H. tók upp þá nýbreytni árið 1959,
að efna til sveitakeppni í skák, og hefur
hún síðan farið fram árlega. Flest félögin
hafa sótt mótin og þátttaka einstaklinga
verið mikil.
Keppnirnar hafa farið fram að vetrin-
um og verið háðar á Blönduósi.
Starfsemin hefur glætt mjög áhuga hér-
aðsmanna á þessari gamalkunnu þroskandi
íþrótt. Jónas Halldórsson úr Umf. Þingbúa
er sem stendur Norðurlandsmeistari í skák.
Úrslit í sveitakeppni í skák 1961.
Vinningar
Umf. Hvöt á Blönduósi............... 6
— Þingbúa, Sveinsstaðahreppi .. 15i/2
— Vorboðinn, Langadal ....... 14
— Húnar, Torfalækjarhreppi .. 1014
— Svínavatnshrepps .......... 9^4
— Vatnsdælingur ................ 814
— Fram, Skagaströnd ......... 6
Árið 1962 tóku aðeins fjögur félög þátt
í keppninni og varð röð þeirra þessi:
Vinningar
Valdimar Steingrímsson og Sigurður Geirdal að
loknu 200 m hlaupinu á meistaramóti Norðurlands
1960, þar sem Valdimar sigraði á nýju USAH-meti
23,4 sek. og Sig. varð 3.
Umf. Vorboðinn ................. 10
— Húnar ...................... 4
— Þingbúa .................... 3
— Hvöt ....................... 2
Þessi lægð, er síðasta mótið sýnir, er
þegar að fjarlægjast og háþrýstisvæði að
myndast.
Mörg fleiri menningarmál en hér hafa
nefnd verið, hefur U.S.A.H. haft til með-
ferðar og veitt nokkra úrlausn á einn eða
annan hátt. Má og geta þeirra, er saga
sambandsins verður endurrituð eftir e. t.
v. áratug eða aldarfjórðung.
20
S K I N F A X I