Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 21
LOKAORÐ
Þegar dæma á um starf æskulýðsfélag-
anna og ávexti þess til nytja fyrir héraðið
og þjóðfélagsheildina, verða forsendurnar
að vera ljósar. 1 fyrsta lagi starfsskilyrðin,
sem félagssamtökunum voru búin, efna-
hagur þjóðarinnar, þroskastig hennar og
hvar hún var stödd á þróunarbraut sjálf-
stæðismálanna. Þessu hefur verið reynt
að lýsa að nokkru. Ef það liggur ljóst fyr-
ir, er auðvelt að skilja, að félagssamtökin
byggðust fyrst og fremst á hugsjónum.
Hlutverk félaganna var á morgni sögu
þeirra að bera fram hugsjónir og afla þeim
fylgis. Félagssamtökin voru kölluð til að
boða vorið í þjóðlífinu og vinna vorverkin,
sá og hlynna að nýgræðingnum. Þau voru
árgalinn, er hrópaði orð aldamótaskáldsins
yfir borg og byggð: „Vöknum og tygj-
umst, nóg er til að sinna.“
Samtökin veittu eftir beztu getu hverju
göfgu máli brautargengi í ræðu og riti.
Þau börðust gegn öllum óheillastefnum og
veittu viðnám hvers konar bellibrögðum
óhlutvandra manna, er skaðað gátu þjóð-
ina. Illgresið vildu þau útlægt gera úr
skrúðgörðum þjóðar sinnar. Um það vitna
m. a. greinar Jónasar Jónssonar frá Hriflu
í blaði U.M.F.Í., Skinfaxa, er hann nefndi
,,Filistear“. En öllu framar og jafnsnemma
hlúðu félögin að nytjagróðri og hverju
fögru blómi í þjóðgörðunum. Þau veittu
næringu, svo sem geta leyfði, hverjum
ungsprota, sem vildi verða að stórum
hlyni. Á þessum vettvangi náðu samtök
umf. miklum árangri. Ungmennafélagar
öðluðust trú á það bezta, sem lífið hefur
að bjóða, trú á kærleikann, sannleikann og
réttlætið, trú á landið og þjóðina. Ung-
mennafélagi ber í brjósti fölskvalausa ætt-
jarðarást. Ungmennafél. brýndu fyrir fé-
lögum sínum að hreinsa og fegi’a móður-
málið, endurvekja forna þjóðlega hætti og
heilbrigt þjóðarstolt. Þau sungu hátt og
hvellt hið fagra kvæði, er þeim var til-
einkað, þar sem m. a. eru þessar ljóðlínur:
„Notið, vinir, vorsins stundir, / verjið tíma
og kröftum rétt, / búið sólskært sumar
undir / sérhvern hug og gróðurblett.“
„Frjáls og djarfur stattu í stafni, / stýrðu
beint og sveigðu ei af.“
Þetta var aðalsmerki umf. Enginn var
hlutgengur þar, nema hann fylgdi því, sem
hann vissi sannast og réttast. Þannig hef-
ur það verið og vonandi verður um alla
framtíð, þó að vitanlega fyrirfinnist alltaf
einhverjar undantekningar. Enginn skógur
er án kalkvista.
Margir vitrustu og djörfustu íslenzkir
þjóðmálaskörungar hafa verið ungmenna-
félagar á æskuárum og mótazt þar að veru-
legu leyti. Einn þeirra, Tryggvi Þórhalls-
son, sagði m. a.: „Ungmennafélögin hafa
mótað mig meira en nokkur annar félags-
skapur og orðið mér til ómetanlegs gagns.“
Og: „Slíkan félagsskap vildi ég helzt kjósa
börnum mínum til handa.“ Margir munu
vilja undirstrkia þessi orð og mæla á sömu
leið. Þá má taka undir orð Ingólfs Jóns-
sonar ráðherra, er hann mælti m. a. á sam-
bandsþingi U.M.F.Í. að Laugum árið 1961:
„Hinum traustu og farsælu baráttumönn-
um liðins tíma verður bezt þakkað með því
að viðhalda þeim eldmóði, sem einkenndi
frumherja ungmennafélagshreyfingarinn-
ar hér á landi.“
Félagssamtökunum, sem að framan hef-
ur að nokkru verið frá sagt, hefur að vísu
ekki auðnazt að hrinda sumum stefnumál-
um sínum í framkvæmd nema að litlu leyti
S K I N F A X I
21