Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 22

Skinfaxi - 01.04.1963, Page 22
Stjórnir U.S.A.H. 1912-1962 Tímabilið 1912—1913: Jón Pálmason, formaður, Hafsteinn Pétursson, meðstjórnandi, Ingibjörg Bene- diktsdóttir, meðstjórnandi. Tímabilið 1913—1919: Hafsteinn Pétursson, for- maður, Níels Jónsson, meðstjórnandi 1913—1916, Magnús Björnsson, meðstjórnandi 1913—1916, Sig- á aldarhelmings æviskeiði. Það hefur ekki alltaf verið heiður himinn, skúrir og skin hafa skipzt á. Hugsjónamálin hafa jafnan þurft langan tíma til að ná fótfestu í mannheimi. Þau eru sem trjáfræin, lengi að spíra, seinþroska fyrstu árin, en vaxa ört, er tímar h'ða. En á síðari árum hafa samtökin verið sigursæl í sumum stefnumálum sínum, svo sem á íþrótasviðinu. Og hiklaust má telja, að félagsskapnum hafi bezt tekizt líkamleg og andleg mann- rækt. Starfsskilyrði félaganna og sambandsins eru önnur og betri en fyrrum þekktist. Landið er frjálst og fullvalda ríki. Alls konar menningarstofnanir skipta hundruð- um. Risaskref eru stigin í ræktun iandsins og skógarnir taka aftur að klæða móður jörð. Ymsir aðilar hafa tekið að sér mörg verkefni, sem umf. voru mest ein um á fyrstu árum þeirra. Er það gleðileg þróun, Jón Pálinas*H. urgeir Björnson, meðstjórnandi 1916—1919, Jón Pálmason, meðstjórnandi 1916—1919. Tímabilið 1919—1922: Sigurgeir Björnsson, for- maður, Sigurður Guðmundsson, meðstjórnandi 1919 ■—1921, Bjarni Ó. Frímannsson, meðstjórnandi 1919 —1922, ísleifur Árnason, meðstjórnandi 1921—1922. og það sem félagsskapurinn óskaði, að fá sem flesta til samstarfs. Hlutverk félaganna var fyrst og fremst vakning. Þó að ýms- um finnist, þegar svo er komið málum, sé hlutverki félaganna að mestu lokið, er það mesti misskilningur, enda afsannar það starfssaga umf. á síðustu árum. „Nóg er til að sinna.“ Uppeldisstarfið er og verður um allan aldur það, sem mest á ríður. Land- ið er ennþá víða nakið og söm þörf og áður að félögin vinni sleitulaust að því að klæða það, og nú eru margar hraustar hendur til samstarfs. Engu síður en fyrr þarf að verja þjóðgarðana fyrir illgresinu, sem nú er ásæknara en nokkru sinni fyrr. Enn þarf að veita nýgræðingnum skjól og nær- inug. Verkefni mun aldrei skorta. Megi það ekki aðeins vera von heldur vissa, að ungmennafélögin „láta aldrei fánann falla“. St. D. 22 S K I N F A X I

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.