Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 27

Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 27
fólk, hefur félagið annazt. Sumarfagnaður fyrir börn og unglinga er fastur liður í starfsskrá félagsins. Frjálsar íþróttir hef- ur Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps iðkað tölu- vert. Um skeið gaf félagið út handritað blað. Félagsmenn eru nú, árið 1962, 44 að tölu, flest ungir menn með eldlegan áhuga og starfsvilja. Ungmennafélagið Morgunroðinn. Forsaga Morgunroðans er í stuttu máli þessi: 1 janúar 1907 var stofnað Glímu- félagið Laxdal. Félagssvæðið Laxárdalur í Húnavatnssýslu. Hvatamenn að félags- stofnuninni voru m. a.: Halldór Snæhólm, Níels Jónsson, Balaskarði, og bræðurnir Ingimundur Bjarnason og Stefán á Illuga- stöðum. Sem nafnið bendir til, voru ein- vörðungu stundaðar glímur fyrstu ár fé- lagsins. Árið 1909 breytti félagið um nafn og starfssvið, nefndist þá Framsóknarfélagið Laxdal og starfaði mjög líkt og ungmenna- félag. Félagið Laxdal var eitt af stofnfélögum sambandsfélagsins og starfaði með til árs- ins 1922. Árið 1926 rugluðu Framsóknarfélagið Laxdal og Heimilisiðnaðarfélagið Hvöt á Laxárdal saman reitum sínum. Nefndist þá félagasamsteypan Ungmennafélagið Hvöt. Árið 1929 gekk Umf. Hvöt í sambandið að nýju, en varð þá enn að skipta um nafn vegna þess að annað ungmennafélag var fyrir með sama nafni. Tók þá félagið sér nafnið Ungmennafélagið Morgunroðinn. Félagið var athafnasamt mjög, meðan það var og hét sínum mörgu nöfnum. Þegar á fyrstu starfsárum sínum og lengi síðan hélt félagið árlega skemmti- samkomur fyrir almenning og oft skemmti- fundi. Árið 1912 kom út fyrsta handritaða fé- lagsblaðið, sem bar nafnið Víkingur og kom það út flest starfsár félagsins. Sama ár (1912) byggði félagið sundpoll og lét kenna sund eitt eða tvö ár. Æfðar voru glímur af miklu kappi í tvö ár, en lögðust af, er fækka tók í félaginu. Fæstir urðu fé- lagsmenn fimm og vildu þó ekki gefast upp. Bókasafn stofnaði félagið árið 1914. 166 eintök bóka voru í safninu árið 1987. Árið 1925 gerði félagið fyrir eigið fé þrettán kílómetra langa sleðabraut á leið- inn úr Laxárdal til Blönduóss. Brautin var vel gerð og vörðuð leið. Varð hún til mikils hagræðis, meðan sleðaflutningar tíðkuðust og mikið notuð. Félagið fann sárt til þess að eiga ekki eigið húsnæði. Hélt það fundi á ýmsum bæj- um til skiptis og kom þá ekki þröngt hús- næði að sök, því að félagið var fámennt, en verra var með húsnæði fyrir almennar samkomur og skemmtanir. Félagið hélt skemmtanir sínar á Balaskarði, þar voru rýmst húsakynni. Á þessum árum stofnaði það húsbyggingarsjóð, sem enn er til, en vegna smæðar sinnar og tröllaukinnar verðbólgu hefur hann ekki valdið hlut- verki sínu. Þó að félagsmennirnir á Laxárdal væru fáir og fátækir, dró það ekki úr framfara- viðleitni þeirra. Þeir voru hraustir og fórn- fúsir. Frá félaginu á Laxárdal komu um eitt skeið fræknir glímumenn, og með þeim beztu í héraðinu. Voru þeir og leiknir í S K I N F A X I 27

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.