Skinfaxi - 01.04.1963, Side 29
Páll Árnason.
Ágrip af þróunarsögu Vorboðans
1937 til 1962.
Aftur er komið vor í félagslífi Langdæl-
inga. Vorboðinn kom á jólaföstu, vorstöif
hófust 22. janúar 1938. Þá hófust aftur
reglulegir fundir félagsins, rætt um störf
félagsins í næstu framtíð og félagar
brýndu hver annan til dáðríkra starfa.
Nokkrir þeirra, er fremst fóru á fyrstu
starfsárum félagsins voru horfnir úr daln-
um, en aðrir, þó aldnir væru nú að árum,
fögnuði af hrærðum huga vorkomunni.
Ungir voru þeir sem áður í anda. Sannur
ungmennafélagi eldist ekki. Æskufólkið
streymdi á ný inn í félagið, með bjartar
vonir og háleit heit.
Blaðið hóf göngu sína á ný og varð fjöl-
breytt að efni sem fyrr. Blað félagsins er
stærsta og efnisríkasta félagsblað í hérað-
inu og það eina, sem út hefur komið nær
óslitið til þessa dags, eða í fjörutíu ár.
Hópferðir hafa margar verið farnar á
vegum félagsins. Farið hefur verið u'm
heimahéraðið, skoðaðir merkir staðir og
gengið á fjöll, m. a. Spákonufellsborg. Þá
hefur verið ferðazt um fjarlæg héruð og
skoðað það bezta, er þau hafa að bjóða.
Árið 1956 fór félagið til Austurlands — í
Hallormsstaðaskóg og víðar, 1957 til Þing-
valla á afmælismót U.M.F.f. og 1959 um
byggðir Breiðafjarðar. í þeirri ferð var
gengið á Helgafell. Ekki var litið aftur og
óskir fram bornar. Mætti álykta, að bænir
ferðafólksins hafi verið heyrðar, því að svo
mjög hefur vegur félagsins farið vaxandi
síðan, þó áður væri mikill í mörgum grein-
um.
Pétur H. Björnsson.
Um gönguna á Helgafell orti formaður
Vorboðans, Pétur H. Björnsson, fallegt
kvæði. Þetta eru síðustu erindin:
Að gjöra bæn sína beztu,
bara vera ekki hálfur.
Óskirnar rætast alltaf
ef þú trúir því sjálfur.
Hátt gnæfir Helgafellið,
til himins er stigi frá jörðu.
Þar upp fara óskir og bænir.
Englarnir stigann gjörðu.
Trjárækt.
Félagið byrjaði að planta trjám árið
1944 í reit, sem það átti í Glaumbæ í
Langadal. Var því haldið áfram næstu tvö
árin. Árið 1947 gaf Jónatan Líndal land
undir skógrækt á Holtastaðahöfða, vestan
S KIN FAX i
29