Skinfaxi - 01.04.1963, Síða 30
þjóðvegarins. Engihlíðarhreppur annaðist
girðingu reitsins. Mæðgurnar Ingibjörg
Sigurðardóttir og dætur hennar Elísabet
og Jakobína í Engihlíð höfðu gefið fimm-
tán hundruð krónur til skógræktar í daln-
um.
Vorboðinn tók að sér umsjón reitsins
og skóggræðslu. Síðan 1949 hefur félagið
gróðursett árlega 800—1200 trjáplöntur,
fyrstu árin birki og reyni, en síðustu ár
allmikið af greni, furu og lerki.
Taflskák
hefur félagið Vorboðinn stundað mikið síð-
ustu árin. Ilefur það nú í þrjú ár tekið
þátt í skákkeppni á Blönduósi. Fyrsta árið
var félagið fjórða í röðinni, en 1962 hafði
það hæstu vinningatölu.
Frjálsar íþróttir hefur félagið stundað
með mestu prýði. Hafa sumir félagar þess
verið í röðum beztu íþróttamanna lands-
ins í nokkrum greinum. Af mörgum góðum
íþróttamönnum félagsins vekur mesta at-
hygli hin frábæra íþróttakona Guðlaug
Steingrímsdóttir. Árið 1960 setti Guðlaug
12 héraðsmet og átti öll U.S.A.H. met í
kvennagreinum. Ávann hún það ár félagi
sínu verðlaunabikar fyrir metin.
Á landsmóti U.M.F.I. að Laugum 1961
hlaut Guðlaug verðlaunabikar fyrir flest
stig í kvennagreinum. Þá hefur Guðlaug
orðið Islandsmeistari og Norðurlands-
meistari í nokkrum íþróttagreinum, og í
sumum þeirra hrundið Islandsmeti. Sjá
söguágrip U.S.A.H. Árið 1961 varð Valdi-
mar Steingrímsson Norðurlandsmeistari í
200 metra hlaupi.
Margir fleiri félagar Vorboðans eru
ágætir íþróttamenn og hafa unnið til verð-
launa, þó ekki sé hægt að geta þeirra í svo
Guðlaug Steingrímsdótíir, Umf. Vorboðinn.
stuttu ágripi. Verðlaunagripir Umf. Vor-
boðans eru ljósasta sönnun mikils áhuga
og starfs félagsins í þágu íþróttamálanna.
í árslok 1962 átti Vorboðinn þessa verð-
launagripi:
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest
stig í kvennagreinum 1960.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest
stig í kvennagreinum 1961.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest
stig í kvennagreinum 1962.
Verðlaunabikar frá U.S.A.H. fyrir flest
stig í karlagreinum 1962.
Heiðurspeninga frá U.S.A.H. fyrir beztu
þátttöku í íþróttavikunni 1959.
Heiðurspening frá U.S.A.H. fyrir að
vinna knattspyrnukeppni 1959.
30
S K I N F A X I