Skinfaxi - 01.04.1963, Qupperneq 32
Pálmi Jónsson, Akri.
Starfstímabilið 1947—1962.
Ungmennafélagið Hvöt tók til starfa á
ný 27. des. 1947. Og næsta ár gerðist það
sambandsfélag U.S.A.H.
Félagið hefur sýnt mikla árvekni um
íþróttir og átt marga efnilega íþróttamenn,
sem skarað hafa fram úr í mörgum grein-
um, svo sem Pálma Jónsson, er lengi hefur
verið einn færasti íþróttamaður Húnvetn-
inga.
Félagið hefur tekið þátt í skógrækt í
Hrútey og lagt fram starfskrafta til gróð-
ursetningar.
Iþróttavöllur er í byggingu á Blönduósi,
sem félagið hefur að nokkru á sínum veg-
um.
Félagið hefur stutt skákkeppni ung-
mennafélaganna í sýslunni með þátttöku
og á annan hátt.
Ungmennafélagið Hvöt er einn eignarað-
ili að Félagsheimilinu á Blönduósi.
Stjórn félagsins skipa nú: Valur Snorra-
son formaður, Njáll Þórðarson féhirðir og
Þorbjörg Bergþórsdóttir ritari.
Málfundafélag Nesjamanna.
Þó að félagið hafi verið aðeins um ellefu
ára skeið sambandsdeild U.S.A.H., er það
elzta félagið í samtökunum, stofnað árið
1905 og hefur síðan starfað til þessa dags
óslitið.
Frumkvæði að stofnun félagsins hafði
Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi
einn vetur við kennslu á Nesjum. Var Guð-
mundur þangað kominn af Vesturlandi.
Annar aðalstofnandi félagsins var Bene-
dikt Benediktsson, seinna verzlunarstjóri
á Kálfshamarsvík. Hann var, eftir því sem
bezt er vitað, fyrsti formaður félagsins og
lengi síðan, eða til ársins 1920, en þá flutti
Benedikt til Akureyrar.
Á árabilinu frá síðustu aldamótum fram
að 1920 fjölgaði íbúum í Nesjum allmikið.
Auk sveitabýlanna, sem þá voru mann-
mörg, byggðist þorp á Kálfshamarsnesi, en
þaðan er útræði ágætt. Munu íbúar þorps-
ins á Nesinu hafa verið um skeið 50 til 60
manns.
Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið til-
lögu formanns síns, B. B., að byggja fund-
arhús á Kálfshamarsnesi. í stjórn með
Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson
póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síð-
ar bóndi á Mánaskál.
Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og
Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skaga-
strönd, afhentu félaginu grunnlóð undir
húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir
áttu á Kálfshamarsnesi.
Hófst stjórn félagsins þegar handa og
réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Bene-
diktsson, nú bónda að Björgum. I septem-
ber sama ár var húsið fullgert. Var það
timburhús á hlöðnum grunni.
Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesja-
manna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir
32
SKIN FAX I