Skinfaxi - 01.04.1963, Side 33
barnakennslu og mun barnaskólinn hafa
verið þar síðan á hverjum vetri.
Þetta litla félagsheimili Nesjamanna
var hið fyrsta sinnar tegundar í Austur-
Húnavatnssýslu. Liðu meira en tveir ára-
tugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í
héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta
framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni
um framsýni, einhug og fórnarvilja. Sam-
hliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið
var barnaskólanum búinn góður samastað-
ur. Fyrir tólf árum síðan var húsið endur-
bætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyr-
ir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu,
svo sem samgöngubótum og ræktunar-
framkvæmdum o. fl., sem til framfara
horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt
og athafnasamt félag tæki þátt í heildar-
samtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt.
Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sam-
bandsins á Blönduósi eru um 60 km, og
leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi
aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurð-
ur og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Frið-
geir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað
stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir
þrjátíu ár.
Nú er félag Nesjamanna fámennt, því
að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari
árum.
Ungmennafélagið Fram
var stofnað á Skagaströnd 17. október
1926. Sem önnur slík félög hefur félagið
haldið málfundi, þar sem rædd voru ýms
menningarmál, er snertu umhverfið eða
þjóðarheiídina, auk beinna framkvæmda
félagsins sjálfs.
Félagið tók snemma að æfa leikþætti og
síðar stór leikrit. Sú starfsemi hefur tekizt
með ágætum, og er á mikilli þroskaleið.
Og þar sem ekki er starfandi leikfélag á
Skagaströnd, hefur þetta menningarstarf
félagsins verið ómetanlegt andlegri þróun
kauptúnsins.
Félagið hefur um mörg ár sýnt sjónleiki
á Húnavökunni á Blönduósi og þó fyrr en
hún hófst. Varð ein leiksýning félagsins
á Blönduósi árið 1947 a. m. k. óbeint til að
hvetja til stofnunar ,,Vökunnar“. Félagið
hefur verið svo lánsamt að hafa á að skipa
nokkrum mjög góðum leikurum.
Ungmennafélagið byggði ágæta sund-
laug á Skagaströnd árið 1944. Hefur það
rekið hana síðan til sundkennslu og
frjálsra afnota fyrir bæjarbúa. Jarðhiti
er þarna ekki fyrir hendi, svo hita verður
laugarvatnið. Er þetta eitt hið mesta
menningarmál og félaginu til verðugs
hróss.
Stórt félagsheimili er í byggingu á
Skagaströnd og á félagið mikla hlutdeild
að því fyrirtæki. Það leggur fram einn
sjötta hluta af framlagi eigendafélagsins.
Þá hefur félagið stundað íþróttir af
miklu kappi, enda ávextir starfsins orðið
ríkulegir. Frá félaginu hafa komið margir
fremstu íþróttamenn og konur í héraðinu
á íþróttamót U.S.A.H. og önnur þau mót,
sem sambandið hefur tekið þátt í. Fremst-
ir fara þar Sigurður Sigurðsson og Úlfar
Björnsson, er margsinnis hafa áunnið sér
meistaranafnbót fyrir afrek í frjálsum
íþróttum.
Ungmennafélagið Fram gerðist sam-
S K I N F A X I
33