Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.1963, Blaðsíða 42
Steingr. Davíðsson. U. S. A. H. Fimmtíu ára afmœliskveðja Enn er göfug verk áö vinna, vernda frelsi, land og þjóÖ. Að nýjum gróðri göfgum hlynna, grósku magna feðra slóð. Breyta skriðu, brunasöndum í blómareiti og skógarlund, eyðijörð áð akurlöndum. Æskan grípur vorsins stund. Herðið sverð og sóknarvilja, sœkið djarft á þroska braut, þá mun ykkur þjóðin skilja, þökk og heiður falla í skaut. Gæfan leiðir hraustar hendur, háleitu að marki er stefnt. Yrkið, frjóvgið andans lendur. Æsku heit þá verður efnt. Framtíð glœst er fyrir stafni, fatist hvergi vökumenn. Blessun fylgi för og nafni, fleyið verndi heitin þrenn. Eflið grið og grannasættir, í gæfu snúist háski og böl. Húnabyggða heillavœttir haldi fast um stjórnarvöl. St. D. sóttu hann heim, færðu honum blómakörfu og fluttu honum þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu ungmennafélaganna. Afmælishófið var fjölmennt og veglegt. Sambandsþing. Sambandsstjórn U.M.F.Í. hefur ákveðið að næsta sambandsþing verði í Reykjavík dagana 7. og 8. september 1963. Fyrir þingið verða lagðar breyt- ingar á lögum sambandsins. Næsta landsmót U.M.F.f. verður haldið að Laugarvatni 1965. Héraðsam- bandið Skarphéðinn hefur tekið mótið að sér. Ár- mann Pétursson hefur verið valinn fulltrúi U.M.F.Í. í mótsnefnd og Stefán Ólafur Jónsson til vara. — Nefndin er skipuð 5 mönnum. Nöfn fulltrúa Skarp- héðins verða birt í næsta hefti. Unnið mál. Ungmennafélag íslands hefur unnið fyrir hæsta- rétti málið um veiðirétt í Soginu fyrir landi Þrasta- skógar. Styrkir vegna íþróttakennslu. íþróttanefnd ríkisins hefur ákveðið að þau félög og héraðssambönd, sem ætla að sækja um styrk til kennslumála, verði að skila kennsluskýrslum ásamt síðasta ársreikningi viðkomandi félags til tjórnar U.M.F.Í. í síðasta lagi 1. apríl n.k. íþróttanefnd mun senda félögunum nákvæma tilkynningu um þetta með nægum fyrirvara. Skinfaxi. Ungmennafélög, ungmennafélagar! Munið að greiða Skinfaxa skilvíslega. Árgjaldið er mjög lágt miðað við kostnað við útgáfuna. Það skiptir því miklu.í að það sé greitt á gjalddaga án kröfukostn- aðar. Afgreiðslan er nú á Hjarðarhaga 26. 42 SKIN FAX I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.