Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 4
ið væri komið í höfn og þyrfti því ekki meir um það að hugsa. Síðan er liðinn um það bil áratugur, eins og fyrr greinir, án þess að nokkuð hafi gerzt í málinu, eða því þokað fram um þumlung. Því verður hinsvegar ekki hnekkt, að þörfin fyrir fyrirgreiðslumiðstöð félagsheimilanna í landinu er brýn og ekkert eðlilegra en þau félagasamtök, sem hér eiga að- ild að, taki höndum saman með eðli- legum fjárstuðningi hins opinbera. Félagsheimilin í dag I dag er fjöldi félagsheimila í landinu, byggðra samkvæmt félagsheimilalög- um, 137 talsins. Þar af munu um 10 enn í smíðum. Hér á ofan bætast í hóp félagssamkomuhúsa samkomuhús, sem ýmist eru byggð fyrir gildistöku um- ræddra laga, eða byggð af aðilum, er eigi falla undir lögin. Mikill meirihluti hinna eiginlegu fé- lagsheimila er í eigu sameignarfélaga (“eigendafélaga"). Nokkur eru eins fé lags eign. Öll þessi félagsheimili eiga það sammerkt, að þau hafa risið á fót fyrir frumkvæði frjálsra félagasam- taka með hinum lögbundna stuðningi Félagsheimilasjóðs. Hér hafa óskir heimamanna allmjög verið látnar ráða um byggingartíma, stærð og staðsetningar, og má vera að það eigi sinn þátt í því m. a. hve mjög Félagsheimilasjóður er orðinn á eftir með stofnfjárgreiðslur sínar. Rekstur félagsheimilanna Staðreynd er það, að mörg félagsheim- ilanna eiga við mikla rekstursörðug- leika að etja. Rýrum rekstrarafgangi, eða jafnvel halla fylgja örðugleikar á eðlilegu viðhaldi húsanna, svo hætta er á, að þau drabbist niður, og sjá allir hversu óæskilegt það má teljast. Hvað hinn eiginlega rekstur hinna 137 félagsheimila snertir, skal á það bent að alls munu 27 þeirra reka kvik- myndahús með 35 mm. filmubreidd og hafa af því nokkrar tekjur þó mismun- andi hlutfallslega. Tekjur af dansleikj- um hafa á síðastliðnum árum farið rýrnandi sakir þess hve dýrar þær hljómsveitir eru, sem nú eru í tízku. Tekjur af leigu fyrir fundi, leik- æfingar og leiksýningar og aðrar menn- ingarsamkomur munu vera sáralitlar yfirleitt, miðað við heildarrekstur heimilanna. Samkeppni milli einstakra félagsheimila er ríkjandi, keppst er um dýrar og vinsælli hljómsveitir og skemmtikrafta, oft með litlum sem engum ábata fyrir samkomuhaldara, en samhliða til tjóns fyrir nærliggjandi félagsheimili. Þá má og á það benda, að í rauninni geldur félagsheimilið í vissum tilfellum tvöfaldan söluskatt, það er af að- keyptri vöru og síðan aftur við útsölu hennar. Hér er á ferðinni „rýrmmar- púki“, sem áreiðanlega segir til sín varðandi rekstur margra heimilanna. Auk þess, sem drepið hefur verið á hér að framan, má á það benda, að: a. Þau félagsheimili, er kvikmynda- hús reka, greiða tiltölulega háa leigu fyrir kvikmyndir, sem e.t.v. mætti lækka, og komið verður að síðar. b. Að mörg heimilanna munu kaupa hreinlætisvörur og annað sam- svarandi í smásölu. c. Að húsgögn, borðbúnaður o. fl. því um líkt er til þarf mundi unnt að fá ódýrara og e. t. v. hentugra 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.