Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 29
Hinn 10. febrúar sl. festi Héraðssambandið
Skarphéðinn kaup á 140 ferm. fokheldri hæð
í nýbyggðu húsi við Eyrarveg á Selfossi. —
Húsnæði þetta er á mjög góðum stað við eina
aðalgötu bæjarins.
Skarphéðinsmenn hafa um árabil stefnt að
því takmarki að eignast eigin húsnæði, sem
yrði félagsleg miðstöð starfsemi ungmenna-
félaganna á Suðurlandi. Eftir hið vel heppn-
aða landsmót á Laugarvatni 1965, sáu Skarp-
héðinsmenn að þetta takmark var í seilingar-
færi. Á héraðsþinginu 1966 var ákveðið að
verja tekjunum af landsmótinu ekki í rekst-
urinn heldur nota þær til að kaupa húsnæði
fyrir HSK. Á héraðsþinginu í janúar sl. var
kosin 5 manna nefnd til að starfa með stjórn-
inni að þessu máli. Héraðsstjórnin og hús-
nefndin tóku þessa ákvörðun eftir nákvæma
athugun á fáanlegu húsnæði, og þegar í stað
var hafizt handa um að innrétta húsnæðið.
Það er mikið verk og kostnaðarsamt, en
Skarphéðinsmenn gera sér vonir um að geta
tekið húsnæðið í notkun, fullbúið, í febrúar-
mánuði n. k., aðeins ári eftir að það var
keypt í fokheldu ástandi.
K
Myndirnar, sem hér
fylgja með, voru
teknar á sl. vetri
eftir að H. S. K.
keypti húsið. — Á
annarri myndinni
sést húsið, en HSK
keypti efstu hæð-
ina. Á hinni mynd-
ini sjást forystu-
menn Skarphéðins
virða fyrir sér hús-
næðið og leggja á
ráðin um frekari
aðgerðir.
SKINFAXI
29