Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 16
fjárframlög til íþróttasjóðs verði aukin
þannig að sjóðurinn verði færari um
að veita fé til þeirra mála, sem honum
er lögum samkvæmt ætlað að styrkja
fjárhagslega.
Felur fundurinn stjórn og fulltrúa
UMFl í íþróttanefnd að vinna sérstak-
lega að þessu stórmáli og réttlátri
skiptingu þess fjár, sem til ráðstöfun-
ar kann að vera hjá sjóðnum hverju
sinni til íþróttakennslu í landinu.
F ramkvæmdastjóri
Sextándi sambandsráðsfundur UMFl
leggur áherzlu á, að það verði að tak-
ast að UMFÍ hafi framkvæmdastjóra,
sem yrði fastráðinn allt árið.
Starfsíþróttir
Sextándi sambandsráðsfundur UMIfl
flytur þakkir öllum þeim fjölmörgu að-
ilum innan Ungmennafélags Islands, og
ekki síður þeim mörgu aðilum utan
samtakanna, sem veitt hafa starfsí-
þróttum mikilvægan stuðning á und-
anförnum árum.
Ungmennafélag Islands hefir um ára
bil unnið brautryðjendastarf á þessum
vettvangi og mótað skýra og afgerandi
stefnu m. a. með samningu og útgáfu
leiðbeiningarita í 26 starfsgreinum. Er
nú svo komið að vinsældir þessa starfs
Ungmennafélags Islands fer stöðugt
vaxandi og á æ ríkari þátt í huga al-
mennings.
Með tilliti til þessa beinir sambands-
ráðsfundur þeim eindregnu tilmælum
til stjórnar UMFÍ, að hún vinni mark-
visst að auknu starfi á þessum vett-
vangi og vinni þannig að þessu máli, að
UMFl haldi áfram sinni mótun og for-
ystu hlutverki.
Þá samþykkir fundurinn að heimila
stjórn að skipa þriggja manna nefnd,
16
sem vinni að skipulagningu starfs-
íþrótta á næsta landsmóti og skili á-
liti til stjórnar UMFl fyrir 1. marz
1969.
Þrastaskógur
Sextándi sambandsráðsfundur UMFÍ
felur sambandsstjórn að láta gera
heildarskipulag af Þrastarskógi hið
fyrsta. Tekið verði tillit til framtíðar-
starfsins í skóginum.
a. Framkvæmdaáætlun verði gerð,
þegar heildarskipulagningu verð-
ur lokið.
b. Viðræður fari fram við Orku-
málaskrifstofuna um jarðhita-
leit í skóginum.
c. íþróttavöllurinn verði fullgerður,
áhorfenda- og bílastæði verði
gerð ásamt öðrum nauðsynleg-
um mannvirkjum svo fljótt sem
ástæður frekast leyfa.
Þrastalundur
Með vaxandi störfum veitingaskálans í
Þrastalundi er brýn nauðsyn að auka
og bæta aðstöðu fyrir veitingarekstur
og gestamóttöku í Þrastalundi, sem
falli inn í heildarskipulag staðarins.
Leitað verði samvinnu við Ferða-
málaráð um fjárhagsgrundvöll til úr-
bóta.
Saga UMFÍ
Sextándi sambandsráðsfundur UMFl
1968 þakkar Andrési Kristjánssyni rit-
stjára, störf hans við gerð heildarsögu
UMFl í sambandi við 60 ára afmæli
Hvetur fundurinn til, að hraðað verði
útkomu þessa afmælisrits og leggur til
að stjórn UMFÍ tilnefni nýjan mann til
viðbótar í útgáfunefnd.
Skinfaxi 60 ára
Sextándi sambandsráðsfundur Ung-
SKINFAXI