Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 19
Ungmennafélögin munu í framtíðinni Iáta landgræðslumálin til sín taka, og hafa þegar gert. Myndin er tekin á sl. sumri, þegar Borgfirðingar voru að blanda í „pottinn“ áburði og gras- fræi, sem síðar var dreift á gróðurlaust svæði í Bláskógarheiðinni. í haust var þar allt grænt yfir að líta (Ljósm.: Jónas Árnason) huga félagslegt gildi landgræðsluferða og þess vegna, skal leitazt við að þær verði hópferðir, þátttakendum til skemmtunar og fróðleiks, um leið og unnið er að þjóðarhollu málefni. Ef ínenn ferðast á einkabílum til land- græðslustaðar, þarf að koma á sam- ræmdum aksturtexta x öllum héruð- um. Stjórn UMFÍ eða nefnd, kjörin af henni, leggur á ráðin um vinnuhagræð- ingu og lækkun alls tilkostnaðar í sam- X'áði við Landgræðsluna. Sjálfsagt er að hafa allan tilkostnað sem hóflegast- an, enda þýðir lágur kostnaður fleiri ferðir og aukinn árangur í landgræðsl- Unni. Öllum landgræðsluferðum verð- ur að vera lokið fyrir 15. júlí, og skal stefnt að því að þær verði farnar á tíma bilinu 15. júní til 15. júlí ár hvert, enda er það heppilegasti tíminn til slíkrar starfsemi. I sumar lögðu ungmennafé- lagar af mörkum 260 dagsvei'k í sjálf- boðavinnu við landgræðsluna, og munu þau ekki ofmetin á 250,000.- krónur. Fundurinn leggur til, að hreyf- ingin setji sér það mark, að tvöfalda dagsverkin á næsta ári. I sumar var sáð í um 170 hektara lands. Á allt þetta svæði verður að bera aftur að ári, því bera þarf á hvert svæði tvö fyrstu árin. Auk þess setji ungmennafélögin sér það takmark, að bæta við tvöfalt stærra svæði á næsta ári. Sambandsráðsfundurinn hvetur alla sarnbandsaðila til að taka þátt í land- gi-æðslustarfinu og efla það sem mest í öllum héruðum. Landgræðslan er sannarlega verðugt verkefni ungmenna félaga og reynslan, sem héraðssam- böndin þegar hafa fengið af land- SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.