Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 11
búning og framkvæmd mótsins þannig
að allt mætti fara sem bezt úr hendi.
Eitthvað fyrir stafni
I Galtalækjarskógi stóðu ungtemplar-
ar fyrir útihátíð, sem tókst vel. Um-
gengni var með ágætum og félagar úr
bindindissamtökunum annast alla
gæzlu á þessum mótum. Þarna munu
hafa verið 4—5 þúsund manns. Þjóð-
hátíðin í Vestmannaeyjum fór fram
svipað og venjulega en þessi hátíð hef-
ur að sjálfsögðu nokkra sérstöðu enda
byggð á erfðavenjum Eyjaskeggja. Að-
komufólk mun hafa verið nokkru færra
en venjulega. f Þórsmörk munu hafa
verið um 3000 unglingar en þar hafði
verið auglýst ,,Pop-hátíð“. Því er ekki
að neita að ölvun var allmikil, en ólæti
lítil. 12 lögregluþjónar gættu laga og
reglna og aðstoðuðu unga fólkið. Því
miður hefur drykkjuskapur viljað
loða við þennan fagra stað um vezlun-
armannahelgina og er leitt til þess að
vita.
Ekki er nokkur vafi á því, að
drykkjuskapur unglinga á útiskemmt-
unum má að verulegu leyti rekja til
þess að of lítið er á dagskrá fyrir ungl-
ingana. Veðrinu má auðvitað oft kenna
um þetta, þegar það kemur í veg fyrir
framkvæmd dagskráratriða. Ef dag-
skráin er glompótt eða fábreytt, kemur
óeirð í áhorfendur, þeir taka að eigra
um og oft leiðast eirðarlitlir unglingar
út í vínneyzlu í slíkum leiðindum af
því að þeir hafa ekkert fyrir stafni. Ef
ólund er í veðrinu eykst eirðarleysið
að sama skapi. Það er því mikil nauð-
syn að vanda sem bezt til allra dag-
Þegar útihátíðir eru
í nánd, hópast
unglingar kaupstað-
anna að langterða-
bílunum og er þá ott
þröng á þingi, og
mikil eftirvænting í
fólki
SKINFAXI
11