Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 18
auka útbreiðslu blaðsins og bæta það
að efni.
Fundurinn hvetur öll ungmennafé-
lög til að gera stórátak varðandi út-
breiðslu Skinfaxa. I þessum tilgangi
bendir fundurinn á sem fyrirmynd, —
skipulag það sem nokkur ungmennafé-
lög hafa þegar haft alllengi og gefið
góða raun:
Hvert ungmennafélag sjái um að
einn áskrifandi verði á hverju heimili
á félagssvæðinu, þar sem félagsmenn
eru. Ef fleiri en einn ungmennafélagi
er á heimili, er sent þangað aðeins eitt
eintak, nema óskað sé fleiri.
Askrifendalistinn skal sendur skrif-
stofu UMFI, sem síðan annast send-
ingu ritsins til einstakra áskrifenda. —
Áskriftargjöld innheimtir hvert félag
um leið og félagsgjöld, og gerir félagið
upp við UMFl í einu lagi fyrir áskrif-
endur.
Þau félög, sem hafa haft þennan hátt
á, hafa þó ekki innheimt full áskriftar-
gjöld af áskrifendum heldur borga mis-
muninn úr félagssjóði.
Ef þetta skipulag yrði alls staðar
upp tekið, myndi fjárhagsleg afkoma
Skinfaxa vera vel tryggð, og jafnframt
yrðu skapaðir möguleikar til að bæta
blaðið efnislega, gera það f jölbreyttara
og stærra.
Landgræðsla
Sextándi sambandsráðsfundur UMFÍ
lýsir ánægju sinni yfir stórauknu land-
græðslustarfi í sumar af hálfu ung-
mennafélaganna í samráði við Land-
græðslu ríkisins. Fundurinn þakkar
þeim mörgu ungmennafélögum, sem
að þessum málum hafa unnið af fórn-
fýsi og lofsamlegum áhuga. Sérstak-
lega þakkar fundurinn þeim Ingva Þor-
18
steínssyni og Ólafi Ásgeirssyni, sem af
hálfu landgræðslunnar hafa skipulagt
og haft forystu um landgræðsluferðir
ungmennafélaganna. Þessir starfsmenn
Landgræðslunnar hafa lýst yfir ánægju
sinni og þakklæti vegna þátttöku ung-
mennafélaganna í landgræðslustarfinu.
Nú er fengin mikilsverð reynzla í
landgræðslustörfum á vegum ung-
mennafélagshreyfingarinnar og er því
mikilvægt að draga af henni ályktanir
og leggja drög að áætlun um land-
græðslustarfið í framtíðinni.
Fyrir því ályktar fundurinn eftirfar-
andi:
Héraðssamböndin og aðrir sam-
bandsaðilar taki nú þegar til athugun-
ar og ákvörðunar þátttöku sína í land-
græðslustarfinu næsta sumar ákveði
fjölda þátttakenda og hvort um eins
eða tveggja daga ferðir verði að ræða.
Æskilegt er einnig, að ungmennafé-
lagar í hverju héraði velji sér land-
græðslusvæði eða geri tillögur um þau.
Slíkar tillögur eða ábendingar þurfa að
berast stjórninni fyrir áramót, þannig
að hægt verði að útvega áburð og ann-
að, sem til þarf í tæka tíð. Æskilegt
er einnig að fá upplýsingar um það
hvort einhver hluti svæðisins sé vél-
tækur.
Fundurinn telur heppilegt og vel við-
eigandi að sambandsaðilar geri sér fram
kvæmdaáætlun í þessu máli eða setji
sér takmark t. d. til 10 ára eða starf
fram að íslandsbyggðarafmælinu árið
1974.
Ef sáð er í foksvæði, þarf að hefja
landgræðslustarfið með því að girða
svæðið. Þegar uppræðslan er fullgerð
eru slíkar girðingar teknar niður og
e. t. v. settar annars staðar.
Ungmennafélagar skulu alltaf hafa í
SKINFAXI