Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 22
Kjartan Bergmann, formaður Glímusambands íslands Kjartan Bergmann endupkiöpinn fopmaðup GLl Ársþing Glímusambands íslands var haldið að Hótel Sögu 20. okt. sl. og sett af formanni sambandsins, Kjart- ani Bergmann Guðjónssyni. f upphafi fundarins minntist formað- ur tveggja glímumanna, sem látist höfðu frá síðasta Glímuþingi, þeirra: Jóns Helgasonar, stórkaupmanns í Kaupmannahöfn, og Jóhannesar Jós- efssonar. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á sl. starfsári, en hún var fjölþætt og ýmis mál í athugun til efl- ingar glímuíþróttinni í landinu. Ymis mál voru tekin til umræðu og afgreiðslu, meðal annars var rætt um glímu í sjónvarpinu og kom fram á- hugi á aukinni samvinnu við sjónvarp- ið eftir hina ágætu reynzlu, sem varð af glímukeppni sjónvarpsins, en jafn- framt var bent á, að hvergi mætti slaka á kröfum um hæfni þeirra glímu- manna, sem þar kæmu fram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Ársþing Glímusambands Islands, haldið 20. október 1968, leggur á- herzlu á, að farið sé í hvívetna eftir reglum um búnað glímumanna á opin- berum mótum, og beinir því til stjórn- ar GLÍ, að viðurlögum verði beitt, sé út af brugðið.“ I glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur B. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörin og er hún þannig skipuð: Kjartan Bergmann Guðjónsson, feykjavík, formaður. Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, varaformaður. Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík, gjaldkeri. Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík, fundarritari. Sigurður Sigurjónsson, Reykjavík, bréfritari. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.