Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1968, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.12.1968, Qupperneq 9
Mynd frá útihátíðinni í Vaglaskógi í sumar. Menningarleg skemmtun í fögru umhverfi og ágætu veðri. sig fullan eða spilla gleði annarra. Samt koma þangað þúsundir og tugþúsundir fólks úr öllum landshlutum. Til hvers? Til þess að vera viðstatt stærstu í- þróttahátíðir, sem haldnar eru hér- lendis og horfa og hlýða á fjölbreytt- ustu dagskráratriði, sem nokkurs stað- ar er boðið upp á. I tvo daga eru sam- felld og fjölþætt íþrótta- og skemmti- atriði á dagskrá frá morgni og fram á nótt. Engum þarf að leiðast. Hin fjöl- breytti atriði fara fram á ýmsum stöð- um mótssvæðisins samtímis og alls staðar er eitthvað fyrir alla, yngri sem eldri. Ef litið er til útiskemmtana síðast- liðins sumars eru stærstar fyrir utan Eiðarmótið þær samkomur, sem fram fóru í Húsafellsskógi, í Vaglaskógi, í Galtalækjarskógi á Landi, í Þórsmörk og svo þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Héraðssamböndin í Borgarfirði, Eyja- firði og Suður-Þingeyjasýslu áttu þátt í samkomunum í sínum héruðum. All- ar þessar skemmtanir voru haldnar um verzlunarmannahelgina. Mótið í Vaglaskógi var sérlega vel heppnað, enda var veður þar mjög gott, glaða sólskin og hiti, en á hinum stöðunum var veður heldur slæmt eink um á laugardeginum. Á sjöunda þús- und manns sóttu hátíðina í Vaglaskógi og var margt til skemmtunar. Að mót- inu standa meðal annarra UMSE og H S Þ, og er þetta fimmta mótið af þessu tagi, sem haldið er í Vaglaskógi SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.