Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 6
e. Gefið hagrænar ráðleggingar eftir því sem óskað yrði. Hjálpað m.a. þeim félagsheimilum er þess ósk- uðu að fá bókhald sitt gert í vél- um. Rétt væri að sú stofnun, sem hér um ræðir léti gera sérstök eyðublöð undir reikninga félags- heimilanna. Yrði um tvírit að ræða og annað jafnan sent stofn- uninni, þannig að hægt væri að fylgjast með og bera saman út- komu hinna ýmsu félagsheimila, er orðið gæti grundvöllur til bóta í rekstri, þar sem ábótavant væri. II. Félags- og menningarlegur rekstur félagsheimila: Félagsheimilin eru ekki séríslenzkt fyrirbrigði. I nágrannalöndum okkar eru svipaðar stofnanir. Þar hefur víða verið komið á laggirnar líkum samtök- um og stefnt er að í þessari tillögu (t. d. Fællesrádet danska o. fl.). — Unesco og Evrópuráðið hafa látið sig miklu skipta þessi mál og stefna þeirra er sú, að félagheimilin eigi að vera „Permanent education", eða m. ö. o. stöðugar menningarstofnanir til gagns og ánægju fyrir viðkomandi. Kemur þá að spurningunni: Hversu má úr bæta hérlendis, til að svo megi verða? — Dansleikir, kvikmyndasýningar, strjál- ar leiksýningar, fundir og fáeinir hljóm leikar eru meginþættir þess, er á sér stað í félagsheimilunum hérlendis í dag. Örsjaldan bregður svo við, að skáld, listamenn, eða eftirsóttir fyrirlesarar fari þangað af eigin dáðum. Listaverka sýningar eru harla fátíðir viðburðir í íslenzkum félagsheimilum. Ættu þó að vera þar hæg heimatökin, þar sem Listasafn ríkisins er þjóðareign og ætti því að gefast góður möguleiki til að koma listaverkum sínum fyrir augu fleiri skoðenda. A sama hátt mætti greiða fyrir sjálf- stæðum myndlistarmönnum. Úr því hér var á undan minnst á Listasafn rík- isins, er heldur ekki fráleitt að ætla, að önnur ríkissöfn gætu og vildu fara lík- ar leiðir, hvert eftir sinni getu. Skipulagningu ferða úrvals hljóm- listarmanna og söngvara m.a. ætti slík stofnun, sem hér um ræðir, að leitast við að annast, eftir óskum og getu hverju sinni. Loks má geta þess, að ekki er ómögulegt, að iðnrekendur og innflytjendur vildu flytja milli félags- heimila sýningar á framleiðsluvörum sínum og innflutningi. Allt þetta, og eflaust margt fleira, sem koma mundi upp á teninginn við nánari aðgæzlu, mundi gefa fleirum kost á að njóta þess, sem einungis íbúi þéttbýlisins fær notið í dag, tengja þjóðina traustari menningar og félags- legum böndum innbyrðis. Þá skal ekki gleymt stórmáli en það er leiga á kvikmyndum erlendis frá inn í landið. Vitað er, að kvikmyndir þær, er kvikmyndahús taka á leigu í dag erlendis frá, eru leigðar ,,hópleigu“ það er tiltekin tala mynda í senn. Fyr- ir þær allar verður leigutaki að greiða þó svo að sumar séu svo lítt útgengi- legar, að ekki þyki einu sinni taka því að flytja þær til landsins. Hinsvegar er af öllum 35 mm myndum einnig til 16 mm filma. Þær eru yfirleitt ekki tekn- ar hingað á leigu. Ef að samtök þau, sem hér er um rætt, kæmu sjálf á fót sjálfstæðri innflutningsleigu kvik- mynda, mundi því a.ö.l. unnt að þjóna með samfelldum leiknum myndum þeim húsum, er einungis hafa yfir að 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.