Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 15
Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Islands, hinn 16. í röðinni, var haldinn x Félagsheimili Kópavogs dagana 19. •—20. okt. 1968 og hófst fyrri daginn kl. 2,30 e.h. Til fundar komu fulltrúar frá 10 hér- aðssamböndum og félögum, ásamt stjórn UMFl og nokkrum gestum. Séra Eiríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri, setti fundirm með ræðu og stjórnaði honum en fundarritarar voru kjörnir þeir Jóhannes Sigmundsson og Kristján Ingólfsson. Framkvæmdastjóri UMFÍ, Eysteinn Þorvaldsson gerði grein fyrir skýrslu stjómarinnar ,sem lögð var fyrir fvmd- inn fjölrituð. Úr hópi gesta, sem sátu fundinn, fluttu eftirtaldir menn ávörp og ræð- ur: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, um íþróttamál, Ingvi Þorsteinsson, um landgræðslu, Daníel Ágústínusson um Iþróttasjóð, Stefán Ól. Jónsson, um starfsíþróttir, Þórður J. Pálsson, um Þrastaskóg, Sigfús Sigurðsson um veit- ingarekstur í Þrastalundi og Ármann Pétursson, sem flutti samtökunum árn aðaróskir. Auk þeirra voru gestir fund- arins þeir Andrés Kristjánsson og Ól- afur Ásgeirsson. Lagðar voru fram fjölmargar tillög- ur af stjórn og einstökum fulltrúum. Voru tillögurnar ræddar, þeim vísað til nefnda og afgreiddar síðar á fundinum. Hér verður getið allmargra tillagna og ályktana, sem samþykktar voru á sambandsráðsfundinum. Skýrt er frá ýmsum fleiri tillögum á öðrum stað í blaðinu: Fjáröflun Sextándi sambandsráðsfundur UMFÍ leggur áherzlu á aukna fjárþörf ung- mennafélaganna vegna síaukinnar starfsemi þeirra. Beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar UMFÍ að hún leiti til Alþingis og ríkisstjórnar um hækkun á fram- lagi af opinberu fé til samtakanna. Kynning Áherzla verði lögð á að kynna starf- semi ungmennafélaganna út á við og það mikilsverða hlutverk, sem bíður ungmennafélagshreyfingarinnar í upp- eldis- og æskulýðsmálum á næstu ár- um. Beinir fundurinn þeim tilmælum til stjómar sambandsins að hafa persónu- legt samband við forráðamenn fjöl- miðlxmartækja í þeim tilgangi að kynna starfsemi UMFl á hverjum tíma í fjölmiðlunartækjum þjóðarinnar. I þessu sambandi bendir funduriim á blaðamannafundi, sjónvarps- og út- varpsþætti o. fl. o. fl. íþróttasjóður Þá leggur fundurinn ríka áherzlu á að SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.