Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 5
Meðal hinna myndarlegu félagsheimila, er byggð hafa verið á síðari árum, er Valaskjálf á
Egilsstöðum, sem sést hér nýreist.
ef það væri kepyt af miðstöð
þeirra sjálfra, er annaðist að
jafnaði innkaup fyrir marga aðila.
Hvað mundi miðstöð félagsheimila
leysa?
í greinargerð þessari er gert ráð fyrir
að samtök eigenda félagsheimilanna
ættu, stjórnuðu og rækju fyrirgreiðslu-
skrifstofu og hlytu til þess ríkisstyrk.
Ekki er ástæða, að til skrifstofu þessar-
ar eða miðstöðvar þyrfti mikinn mann-
afla. Með hagkvæmum rekstri hennar
ætti einn dugandi framkvæmdastjóri,
er nyti stuðnings góðrar vélritunar-
stúlku hálfan daginn, að geta annað
þeim störfum, er að bærust.
Þá er tekin er til athugunar starf-
semi fyrrnefndrar stofnunar mundi
rétt að skipta henni í þrjá meginþætti:
1. Aðstoð við almennan rekstur hús-
anna.
2. Aðstoð og skipulagningu félags-
legs rekstrar og menningarlegs.
3. Útgáfu upplýsingarits.
I. Almennur rekstur félagsheimilanna:
Stofnunin gæti unnið að m. a.:
a. Útvegun kvikmyndavéla og vara-
hluta í slíkar vélar.
b. Annast um innkaup á ýmsum
rekstrarvarningi fyrir heimilin.
c. Annast innkaup á húsbúnaði,
borðbúnaði o. fl. slíku er heimilin
þurfa með.
d. Útvegað sérhæfða aðila til að
annast lökkun og viðhald gólfa
og viðgerðir kvikmyndavéla,
skipulagt ferðir þeirra til að gera
þær ódýrari.
SKINFAXI
5