Skinfaxi - 01.12.1968, Blaðsíða 7
ráða 16 mm sýningarvélum. Af við-
skiptalegum orsökum þyrfti a. ö. 1. að
stofna við félagsheimilin sérstaka
kvikmyndaklúbba, þar sem nýta ætti
16 mm filmurnar.
Ekki er útilokað, að unnt mundi að
lækka leigu mynda til félagsheimil-
anna ef viðkomandi innflytjandi gæti
leigt í einum hóp nægilegan fjölda
mynda, sem allar nýttust þ. e. a. s.
hvorttveggja 35 mm og 16 mm filmur.
Að sjálfsögðu skal engu slegið föstu
um þetta mál að sinni, en hugmyndin
um slíkt LANDSBÍÓ er allavega menn-
ingarlega og félagslega raunsæ, þó svo
að hin hagræna hlið sé enn lítt könn-
uð.
Hér hefur verið drepið á nokkur at-
iði, efalaust kæmu fleiri í ljós við nán-
ari athugun.
III. Útgáfa upplýsingarits:
Vitað mál er það, að misræmis gætir
í mörgu hvað verðlag, laimakjör o. fl.
snertir hjá hinum ýmsu félagsheimil-
um. Þá ekki síður í vali búnaðar o. fl.
eins og að framan getur.
I ódýru upplýsingariti (t.d. ofset-
fjölrituðu) væri unnt að gefa svör við
mörgum þeirra spurninga, sem rekstr-
araðilar félagsheimila þurfa að fá svör
við, en fá í dag takmörkuð og ófull-
komin. Þannig gæti útgáfa slíks smá-
rits, er e.t.v. bæri nafnið „Félagsheim-
ilið“ orðið nýtur tengiliður upplýsinga
og kynningavettvangur þarfra nýj-
unga.
FélagsheimUaráð
Ekki væri úr vegi að kalla samtök þau,
sem rætt hefur verið um hér að fram-
an, ,,Félagsheimilaráð“. Einhver spyr
e. t. v. hvort ekki væri eðlilegt að
mynda samtök, þar sem hvert og eitt
félagsheimili í landinu ætti aðild að,
héldi sitt þing með á annað hundrað
fulltrúum o. s. frv.
Því er að svara, að ætla má, að sú
leið, sem hér er á bent, þ. e. ,,ráðið“, sé
mun haganlegra í uppbyggingu og jafn
lýðræðislegt. Þau samtök, er aðild ættu
að ráðinu sbr. tillögu, spanna yfir eig-
endur félagsheimilanna í landinu. Ef
fleiri aðilar bættust í hópinn væri ekk-
ert sjálfsagðara en þeir eignuðust þar
aðild að.
,,Ráðs“-hugmyndin gerir ráð fyrir
einum fulltrúa frá hverju af viðkom-
andi landssamtökum. Þetta ráð ræki
fyrirgreiðslustofnunina. Á landsþing-
um og fundum samtakanna, hvers um
sig, gætu hin einstöku félög komið með
aðfinnslur sínar og breytingartillögur
varðandi þá starfsemi, er hér um ræð-
ir. Ekki er heldur, fráleitt að aðal- og
varafulltrúar Félagsheimilaráðsins
yrðu kjömir á landsþingum aðila hvers
um sig.
Verkefni, er bíða skjótrar úrlausnar
F élagsheimilaráðs:
Á dagskrá ráðsins mundu að sjálf-
sögðu koma mörg mál. Skal í því sam-
bandi bent á:
a. Viðræður við ríkisvaldið um efl-
ingu Félagsheimilasjóðs, svo hann geti
staðið við skuldbyndingar þær, er
hann hefur þegar bundið sér.
b. Mál, eins og t. d. áðumefnd tví-
sköttun söluskatts.
c. Hámarkstaxtar til hljómsveita og
skemmtikrafta, og flokkun slíkra aðila.
Þar yrði ráðið að leggja meginlínur,
þó svo að Félagsheimilamiðstöðin sæi
um framkvæmdir. — Þannig mætti
lengi telja.
SKINFAXI
7